Súkkulaðiunaðsbaka

B2

Við fórum í sumarbústað um helgina sem væri kannski ekki í frásögur færandi ef þetta hefði ekki verið dásamlegasta sumarbústaðaferð sem farin hefur verið í seinni tíð. Bústaðurinn var gullfallegur, umhverfið sömuleiðis, félagsskapurinn meiriháttar og maturinn alveg út úr kortinu góður. Við erum sem sagt í matarklúbbi ásamt tveimur æðislega skemmtilegum pörum og við höfum þann háttinn á að í hvert sinn sér hvert par um ákveðinn hluta máltíðarinnar sem er þar að auki hernaðarleyndarmál þar til rétturinn er borinn fram.  Þannig er álaginu dreift jafnt og það er alltaf spennandi að sjá hvað verður í matinn!

Í þetta sinn ákváðum við að halda matarklúbbinn í sumarbústað sem var rosalega skemmtileg tilbreyting og setti matseldinni nokkrar skorður þar sem aðeins var grill og ein eldavélarhella til að elda á. Það virtist þó ekki há fólki því ég held að öll pör hafi toppað sig í þetta sinn og máltíðin var alveg stórfengleg. Við buðum upp á fordrykk (uppskrift væntanleg), Hanna Jóna og Ásgeir buðu upp á humarsúpu, Fjóla og Einar buðu upp á grillað lambakonfekt með ferskum maís og salati og við enduðum á að bjóða upp á súkkulaðiunaðsbökuna sem ég ætla að gefa ykkur uppskriftina að núna.

Ég held að það sé óhætt að segja að þessi baka hafi slegið í gegn því ég kom ekki heim með örðu af henni. Það besta er að það er hægt að útbúa bökuna fyrirfram og það tekur enga stund því hún er svo ofboðslega einföld.

B8

B9

B11

B7

B6

B5

B4

B3

B1

Súkkulaðiunaðsbaka
Handa 6-8

Í súkkulaðibotninn:

28 oreo kex (u.þ.b. 260 g)
50 g sykur
1/2 tsk salt
140 g smjör, brætt

Í fyllinguna:

170 g smjör, við stofuhita
200 g sykur
85 g 70% súkkulaði
3 stór egg
1 tsk vanilluextrakt

Ofan á:

250 ml rjómi

Til að gera súkkulaðibotninn:

Hitið ofninn í 175°C.

Mölvið Oreo kexið með mortéli eða látið í matvinnsluvél. Setjið í skál ásamt sykri, salti og bráðnu smjöri. Blandið vel saman og þrýstið svo í botninn á bökudiski sem er 23 cm í þvermál (eða sambærilegt ofnfast ílát). Bakið í 10 mínútur og kælið svo gjörsamlega áður en botninn er notaður. Gott er að setja bökudiskinn í ísskápinn til að flýta fyrir að botninn kólni.

Til að gera fyllinguna:

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og látið það kólna. Þeytið smjör og sykur saman í hrærivél þar til ljóst og létt. Látið hrærivélina ganga rólega og blandið bráðnu súkkulaðinu rólega saman við. Bætið einu eggi við í einu og látið hrærivélina ganga í 5 mínútur á milli þess sem hvert egg fer út í (alls 15 mínútur!) og skafið vel niður á milli. Það er mjög mikilvægt að gefa sér tíma í að láta þetta þeytast vandlega. Bætið að lokum vanillu saman við og blandið vel saman.  Setjið fyllinguna í kólnaðan súkkulaðibotninn og látið standa inn í ísskáp þar til  fyllingin hefur stífnað, a.m.k. í 6 klst.

Til að bera fram:

Þeytið rjómann og dreifið fallega yfir bökuna þannig að það sjáist bæði í botninn og fyllinguna undan rjómanum.

Uppskriftin er aðlöguð útgáfa af Chocolate Silk Pie úr bókinni The Smitten Kitchen Cookbook.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: