Jarðarberjamulningur

20/08/2013

Eftirréttir

C6Við Gunnar buðum bróður mínum í mat um daginn og grilluðum þykkar og safaríkar ribeye steikur sem runnu vægast sagt ljúflega niður. Ef það er til betri leið til að gleðja þá tvo en góð ribeye steik þá hef ég ekki fundið hana enn. Ég var í stuði fyrir desert en þar sem steikurnar voru frekar massífar þá mátti hann ekki vera mjög þungur og mér fannst því tilvalið að gera einn lítinn desert á mann. Það er í raun alveg nóg að fá eitthvað smá sætt eftir matinn og þetta var alveg fullkomið á eftir steikinni. Ég notaði dásamlegu íslensku jarðarberin í þetta sinn en það er sjálfsagt skaðlaust að nota ódýrari jarðarber þar sem þau eru bökuð.

C2

C3

C1

C4

C5

Jarðarberjamulningur
Fyrir 6

400 g jarðarber
50 g hveiti
50 g smjör, kalt í teningum
50 g púðursykur
25 g möndlur

Hitið ofninn í 200°C.

Skerið jarðarber í fjórðunga og skiptið á milli sex lítilla eldfastra móta (“ramekins”).

Setjið hveiti, smjör, púðursykur og möndlur í matvinnsluvél og látið ganga þar til blandan er orðin að kurli. Skiptið blöndunni á milli mótanna sex.

Bakið í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til jarðarberin eru farin að krauma upp úr kurlinu. Berið fram með góðum vanilluís.

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Jarðarberjamulningur”

  1. helenagunnarsd Says:

    En girnilegt og einfalt! (sem er nú einhvernveginn oftast best). Ekkert smá flott líka litlu bökunarformin.. :)

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: