Ferskju- og hafrasmoothie

B1

Ég sá svo fallegar ferskjur í Víði um daginn að ég hreinlega varð að kaupa þær þó ég hefði ekkert við þær að gera og sé ekkert sérlega mikið fyrir ferskjur. Stundum skil ég sjálfa mig ekki. Hvað sem því líður þá keypti ég þær allavega og eftir að hafa geymt þær í ísskápnum í þónokkra daga (lesist: séð þær reglulega í ávaxtaskúffunni og hugsað “ég verð að fara að gera eitthvað við þessar fjárans ferskjur”) þá fékk ég loksins ólifnaðarógeð  (eins og ég minntist á í gær) og hvað er betra til að berjast gegn ólifnaði en að byrja daginn á smoothie?

Ég gúglaði perusmoothie og fann uppskrift sem ég fylgdi nákvæmlega eftir en þó hann væri bragðgóður þá var hann of þykkur og ég fílaði hann ekki alveg. Ég gerði því mína eigin útgáfu, bætti við spínati og var mjög ánægð með útkomuna. Góð byrjun á deginum!

B3

B2

Ferskju- og hafrasmoothie
Handa 1

2 þroskaðar ferskjur
1/2 banani (helst frosinn)
Handfylli ferskt spínat
1 lítil appelsína eða stór klementína
1/4 bolli haframjöl
3/4 bolli léttmjólk

Fjarlægið steinana úr ferskjunum en haldið hýðinu ef það er vel með farið. Setjið í blandara ásamt banananum, spínatinu, safanum úr appelsínunni, haframjölinu og léttmjólkinni.  Látið blandarann ganga þar til allt hefur maukast og blandast vel saman.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: