Blómkálssúpa með kókos og karrí

A5

Jæja þá er komið að því. Ólifnaður sumarsins er á enda frá og með þessum grámyglulega þriðjudegi. Ekki veit ég hvernig stendur á því að rútínan fer fyrir lítið á sumrin en einhvernveginn fer það alltaf þannig. Grillveislur, kaffihúsaferðir, bjór á björtum sumarkvöldum og allt allt allt of mikið af veitingahúsaferðum. Í alvöru, allt of mikið. Þó þetta hafi allt verið dásamlega skemmtilegt og algjörlega þess virði þá er ég allt í einu komin með nóg og langar satt að segja pínu í hversdagsleikann aftur. Svona upp að vissu marki allavega.

Í ljósi þessa alls og vegna þess að veðrið býður upp á haustlegan mat þá ákvað ég að gera súpu handa okkur. Gunnar elskar blómkálssúpu og þó ég geri stundum hefðbundna blómkálssúpu þá er líka gaman að bregða aðeins út af vananum. Þessi súpa var bragðmikil en samt mild og góð og við vorum sammála um að hún væri frábær tilbreyting frá venjulegu súpunni.

A1

A3

A4

Blómkálssúpa með kókos og karrí
Fyrir 4

1 blómkálshaus (u.þ.b. 1 kg)
1 laukur (u.þ.b. 300 g)
5 hvítlauksrif
2 msk ólífuolía
600 ml vatn
3 teningar grænmetiskraftur
1 msk karrí
1/2 msk cumin
1 tsk kóreanderkrydd
1 dós (400 ml) kókosmjólk
1/2 tsk hunang (eða agave sýróp)
1/2 sítróna
Ristaðar kókosflögur til að setja ofan á

Takið 1/3 af blómkálshausnum og losið hann í sundur í nokkuð heillega litla bita. Setjið til hliðar.

Saxið restina af blómkálinu frekar smátt niður. Saxið lauk og hvítlauk smátt niður. Hitið ólífuolíu í potti og steikið blómkál, lauk og hvítlauk þar til það er aðeins farið að mýkjast.

Hellið vatni yfir grænmetið og bætið grænmetiskrafti, karrí, cumin og kóreanderkryddi saman við. Leyfið suðunni að koma upp og látið svo malla í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til grænmetið er eldað í gegn. Maukið súpuna vandlega með töfrasprota eða með því að hella henni (varlega) í blandara.

Bætið kókosmjólk, hunangi og safanum af sítrónunni saman við ásamt blómkálinu sem var sett til hliðar. Látið suðuna koma upp og látið svo malla þar til blómkálið er eldað í gegn en þó ennþá stíft. Smakkið til og saltið ef þarf.

Berið fram með ristuðum kókosflögum. Til að útbúa þær er einfaldast að dreifa kókosflögum á bökunarplötu og setja í 180°C heitan ofn í örfáar mínútur. Þetta tekur í alvöru 2-3 mínútur svo það má eiginlega ekki líta af ofninum á meðan.

 

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

7 Comments on “Blómkálssúpa með kókos og karrí”

 1. Nanna Says:

  Svo fallegt allt saman!

  Reply

 2. Þóra Says:

  Maður þarf nú að prófa þessa súpu við tækifæri. En í kvöldmatinn í kvöld ætla ég að prófa tómata- og paprikusúpuna þína :)

  Takk fyrir þessar girnilegu uppskriftir og myndir!

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Tómata- og paprikusúpan er algjörlega uppáhalds súpan mín svo ég vona að þér þyki hún góð! :)

   Reply

   • Þóra Says:

    Tómata-og paprikusúpan var æðislega góð! Mér fannst varla að það þyrfti að setja grænmetiskraft í hana, hún var svo kröftug, setti smávegis. Var með 12 tómata (2 x sixpack) og sleppti rjómanum.

    Prófa næst þessa blómkálssúpu, það er um að gera að nýta allt íslenska grænmetið sem er farið að koma uppúr jörðinni núna.

    Reply

 3. Fjóla Dögg Says:

  Einar eldaði þessa í kvöld og hún var svakalega góð.

  Reply

Trackbacks/Pingbacks

 1. Ferskju- og hafrasmoothie | Lúxusgrísirnir - 14/08/2013

  […] fjárans ferskjur”) þá fékk ég loksins ólifnaðarógeð  (eins og ég minntist á í gær) og hvað er betra til að berjast gegn ólifnaði en að byrja daginn á […]

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: