Skinkuhorn með krydduðum smurosti

05/08/2013

Brauð

C4

Ég opinbera það hér með að ég hef aldrei áður búið til skinkuhorn. Aldrei! Ég veit að þetta er eitthvað sem fólk gerir nánast blindandi en einhverra hluta vegna þá hafa skinkuhorn bara aldrei heillað mig. Ég hef alveg fengið góð skinkuhorn en mér finnst þau oft vera frekar óáhugaverð og bragðdauf. Þegar við fórum á Strandir þá ákvað ég hins vegar að baka eitthvað brauðmeti handa hópnum og fannst tilvalið að reyna við skinkuhorn enda eru þau alltaf vinsæl. Ég notaði grunnuppskrift úr Brauð og kökubók Hagkaups en gat auðvitað ekki staðist það að poppa fyllinguna aðeins upp. Ég var mjög ánægð með hornin og þar sem þau hurfu eins og dögg fyrir sólu þá held ég að ferðafélagarnir hafi líka verið ánægðir.

C1

C2

C3

Skinkuhorn með krydduðum smurosti
16 horn

Í fyllinguna:

1/8 rauðlaukur
1 msk ferskt timjan
1/2 msk ferskt oregano
250 g hreinn smurostur
Salt og pipar
8 góðar skinkusneiðar

Í deigið:

400 g hveiti
20 g sykur
15 g smjör
1 tsk salt
15 g pressuger
2,5 dl mjólk

Á toppinn:

1 egg
2 msk vatn

Setjið rauðlauk, kryddjurtir, smurost og klípu af salti og nýmöluðum  pipar í matvinnsluvél. Maukið saman þar til blandan er orðin mjúk og laukurinn nokkurnveginn horfinn saman við ostinn. Kælið.

Setjð allt sem á að fara í deigið saman í hrærivél og látið ganga rólega með króknum í 2 mínútur. Aukið í miðjungshraða og látið ganga í 5 mínútur. Mótið kúlu úr deginu og látið standa undir rökum klút í u.þ.b. 45 mínútur.

Hitið ofninn í 210°C.

Sláið deigið niður með höndunum. Skiptið deiginu í tvo hluta, fletjið það út með kökukefli og mótið í hring. Skerið deigið niður í 8 tígla, setjið hálfa skinkusneið á breiðari endann og u.þ.b. 1 msk af kryddostinum. Rúllið horninu upp og látið standa í u.þ.b. 40 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast.

Þeytið egg og vatn saman með gaffli og penslið yfir hornin. Bakið hornin í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til þau eru orðin gullinbrún.

Athugasemdir:

Eitthvað af smurostinum mun leka út úr hornunum en það er hægt að minnka það með því að innsigla þau vel. Það verður samt alveg hellingur eftir inni í þeim þó það leki eitthvað út.

Ég mæli með því að þið notið virkilega góða skinku því hún gerir svo mikið fyrir hornin.

Uppskriftin er aðlöguð uppskrift af skinkuhornum úr Brauð og kökubók Hagkaups.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: