Kjúklingur grillaður á bjórdós með Romesco sósu

28/07/2013

Aðalréttir

A6

Eftir að hafa verið á miklum þeytingi upp á síðkastið þá ákváðum við að vera að mestu heima við þessa helgi. Við hittum vini í drykki, heimsóttum foreldra mína á Akranesi, fórum í grillveislu, sváfum út og lágum í leti. Við vorum reyndar svo löt í dag að við fórum ekki út úr húsi fyrr en klukkan hálfsex og það var bara til að ná okkur í eitthvað að borða. Stundum er bara alveg rosalega gott að vera heima í rólegheitum.

Ég gerðist áskrifandi að blaðinu Bon Appétit þegar við fluttum út til Bandaríkjanna en eftir að við fluttum aftur heim þá ákvað ég að færa áskriftina yfir í iPadinn. Þetta er uppáhalds matarblaðið mitt og iPad útgáfan er svo svakalega flott að það er enn skemmtilegra að skoða blaðið í iPadinum en á prenti. Ég var að lesa júlíblaðið í letinni í dag og þar var löng grein um leiðir til þess að grilla kjúkling. Ein aðferðin var sú að láta kjúklinginn sitja á bjórdós og þar sem mig hefur alltaf langað að prófa það þá ákvað ég að láta slag standa og grilla kjúkling í kvöldmatinn.

Ég veit ekki hversu mikið bjórdósin gerði en kjúklingurinn var meyr, kryddblandan var æðislega góð og sósan með var alveg einstök. Það má að sjálfsögðu nota kryddblönduna og sósuna á kjúkling þó hann sé ekki grillaður á bjórdós og ég gæti trúað því að þetta væri líka mjög gott með svínakjöti.

A3

A4

A1

A2

A5

A7

A8

Kjúklingur grillaður á bjórdós með Romesco sósu

Í sósuna:

1/2 bolli möndlur
2 hvítlauksrif
1/2 bolli grillaðar paprikur í krukku
2 msk rauðvínsedik
1/4 bolli jómfrúrolía
Salt og pipar

Í kjúklinginn:

2 msk Maldon salt
1 1/2 msk púðursykur
1/2 msk paprika
1/2 msk reykt paprika
1 lítil dós lagerbjór
1 kjúklingur, u.þ.b. 1,5 kg

Gerið sósuna:

Ristið möndlurnar á pönnu. Setjið þær í matvinnsluvél ásamt hvítlauksrifjum, paprikum og rauðvínsediki. Maukið þar til blandan er orðin jöfn. Bætið ólífuolíunni hægt saman við á meðan matvinnsluvélin er í gangi. Saltið og piprið eftir smekk.

Gerið kjúklinginn:

Blandið salti, púðursykri, papriku og reyktri papriku vel saman. Gott er að nota mortél til þess.

HItið grillið þannig að hægt sé að grilla við óbeinan hita. Ef notað er gasgrill er einfaldast að hafa slökkt á einum brennaranum.

Kryddið kjúklinginn vandlega með kryddblöndunni. Hellið helmingnum af bjórnum úr dósinni og setjið svo kjúklinginn ofan á dósina þannig að leggirnir vísi niður.

Setjið kjúklinginn og dósina á grillbakka eða plötu á þann hluta grillsins sem er slökkt á þannig að kjúklingurinn eldist við óbeinan hita. Lokið grillinu og eldið kjúklinginn í u.þ.b. 45 – 60 mínútur eða þar til kjöthitamælir sem er stungið í þykkasta hluta lærisins sýnir 75 °C.

Látið kjúklinginn standa í 10 mínútur áður en hann er skorinn. Berið hann fram með sósunni.

Uppskriftin er aðlöguð úr júlíblaði Bon Appétit.

 

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: