Formkaka með kanilsveiflu og hnetumulningi

25/07/2013

Kökur

B7Ég tók að mér að baka köku fyrir Strandaferðina svo við hefðum nú eitthvað til að gæða okkur á með síðdegiskaffinu. Kakan varð að vera meðfærileg, geymast vel og umfram allt þurfti hún auðvitað að vera ljúffeng. Ég vissi að ég vildi gera einhverskonar formköku því það er allt of mikið vesen að ferðast með köku með kremi og eftir að hafa flett í gegnum nokkrar matreiðslubækur stoppaði ég við uppskrift í bókinni Baked: New Frontiers In Baking. Ég á dálítið erfitt með myndalausar uppskriftir en eitthvað við þessa kallaði á mig og ég sé sko ekki eftir því að hafa valið hana. Kakan var einstaklega mjúk og bragðmikil og vakti þvílíka lukku! Ég mæli virkilega mikið með þessari.

B1

B2

B4

B6

B5

Formkaka með kanilsveiflu og hnetumulningi
1 23×33 cm kaka

Í hnetumulninginn:

3/4 bolli hveiti
3/4 bolli púðursykur (þétt pressaður)
1/2 tsk salt
3/4 bolli pekanhnetur, létt ristaðar
85 g kalt smjör, skorið niður í teninga

Í kanilsveifluna:

1/2 bolli sykur
1 tsk dökkt kakó
1 tsk kanill

Í kökuna:

3 1/2 bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
225 g smjör, mjúkt en kalt og skorið niður í teninga
2 1/2 bolli sykur
4 stór egg
450 g sýrður rjómi
1 1/2 tsk vanilluextrakt

Í hnetumulninginn:

Setjið hveiti, púðursykur og salt í matvinnsluvél og látið ganga í stuttum lotum (pulse) svo það blandist saman. Bætið pekanhnetum saman við og haldið áfram að blanda í stuttum lotum þar til hneturnar eru smátt saxaðar og alveg blandaðar saman við.

Bætið smjörteningunum saman við og látið ganga í stuttum lotum þar til það er blandað saman við. Blandan ætti að líta út eins og grófur sandur. Setjið í skál með plastfilmu yfir og geymið inni í ísskáp.

Í kanilsveifluna:

Pískið sykur, kakó og kanil saman í lítilli skál og setjið til hliðar.

Í kökuna:

Hitið ofninn í 175°C.

Smyrjið stórt ferkantað form (23×33 cm) vel og vandlega.

Sigtið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman í miðlungsstóra skál.

Setjið smjör í hrærivél (ég notaði K-ið) og blandið þar til það er orðið ljóst og slétt. Skrapið niður með hliðunum og bætið sykrinum við. Þeytið þar til blandan er slétt og loftmikil en það gæti tekið nokkurn tíma. Bætið eggjunum við einu af öðru og þeytið vel á milli. Skrapið niður með hliðunum og blandið í 30 sekúndur í viðbót.

Bætið sýrðum rjóma og vanillu saman við og þeytið þar til það er rétt blandað saman við. Bætið þurrefnunum saman við í þremur lotum. Skrapið vel á milli og blandið lítið á milli eða rétt svo þannig að allt blandist saman.

Hellið 1/3 af deiginu í formið og notið sleikju til að dreifa því um botninn.

Dreifið helmingnum af súkkulaði- og kanilblöndunni yfir deigið þannig að það sé alveg hulið. Setjið næsta þriðjung af deiginu yfir og notið sleikju til að dreifa því jafnt. Setjið afganginn af súkkulaði- og kanilblöndunni yfir og að lokum síðasta þriðjunginn af deiginu. Dreifið hnetumulningnum yfir efsta lag deigsins.

Bakið í miðjum ofninum í 1 klukkutíma eða þar til tannstöngull sem er stungið í miðja kökuna kemur hreinn út. Leyfið kökunni að kólna í forminu í 30 mínútur og berið svo fram.

Kakan geymist í 3 daga við stofuhita ef vel er búið um hana.

Athugasemdir:

Þetta er stór kaka sem passar akkúrat í ferkantað 23×33 cm form. Passið ykkur að hafa formið nógu stórt!

Uppskriftin er úr bókinni Baked: New Frontiers In Baking og heitir Sour Cream Coffee Cake With Chocolate Cinnamon Swirl.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Formkaka með kanilsveiflu og hnetumulningi”

 1. Þóra Says:

  Sæl Kristín Gróa

  Rosalega líst mér vel á að prófa þessa! :)

  Það er greinilegt að formið sem þú notar er alveg að smellpassa fyrir kökuna.
  Ég er að hafa áhyggjur af því að stærsta formið mitt sem breikkar aðeins upp og er í botninn 34×24 cm og ekki nema tæplega 5 cm djúpt sé of grunnt. Mér sýnist formið þitt vera dýpra, getur það passað?
  Mér líst svo asskoti vel á formið þitt, má ég spyrja hvar þú fékkst það?

  Takk fyrir skemmtilegt matar- og hversdagsblogg! :)

  Þóra

  Reply

 2. Kristín Gróa Says:

  Sæl!

  Ég er alveg rosalega ánægð með formið mitt en ég keypti það í Williams Sonoma í Bandaríkjunum. Kakan gjörsamlega smellpassar í þetta form svo ég skil vel að þú sért að spá í stærðinni. Samkvæmt framleiðandanum er formið mitt 9 x 13 x 2 tommur sem er samkvæmt útreikningum Google u.þ.b. 23 x 33 x 5 cm. Ég held þess vegna að þetta ætti rétt svo að sleppa hjá þér :)

  Hér er linkurinn á formið:
  http://www.williams-sonoma.com/products/usa-pan-traditional-finish-9-inch-by-13-inch-cake-pan/?pkey=ccake-pans&

  Reply

 3. Þóra Says:

  Takk fyrir þetta, ég tek kannski sénsinn og prófa að nota formið sem ég á.

  Rosalega langar mig til að fara þessa búð Williams Sonoma, lítur út eins og paradís fyrir búsáhalda og eldhúsgræju sjúklinga eins og mig :)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: