Grillað eggaldin með fetaosti, kóreander og chili

08/07/2013

Uncategorized

A2

Það er nú meira hvað það er búið að vera mikið prógram í gangi upp á síðkastið. Einhvernveginn verður þetta alltaf svona á sumrin og þó það verði kannski stundum aðeins of mikið af því góða þá kvarta ég nú samt ekki því það er svo gaman að gera allskonar skemmtilegt á sumrin. Þessa helgi afrekuðum við að fara út að borða á SNAPS með góðum vinum, fara upp á Akranes til mömmu og pabba, fara gullna hringinn með vini frá Bandaríkjunum og enda svo í mat hjá foreldrum hans Gunnars. Næstu tvær helgar förum við svo til Vestmannaeyja og á Strandirnar svo það er enn margt skemmtilegt framundan :)

Þegar Gunnar kom heim frá Kaupmannahöfn í síðustu viku þá ákvað ég að elda eitthvað gott handa okkur til að halda upp á endurfundina. Já ég veit að hann var bara í burtu í fimm daga en ég var samt afskaplega glöð að fá hann heim aftur. Ég ákvað að grilla kótelettur og var að ráfa um Hagkaup í leit að innblástri fyrir meðlæti þegar ég rak augun í opið eintak af Grillbók Hagkaupa. Bókin inniheldur uppskriftir eftir Hrefnu Rósu Sætran og ég fletti beint upp á uppskrift að grilluðu eggaldini með fetaosti. Ég fór nú ekki eftir uppskriftinni en hún varð mér innblástur að þessu æðisgengna grillaða eggaldini sem okkur fannst svakalega gott.

A1

A3

Grillað eggaldin með fetaosti, kóreander og chili

1 eggaldin
1 chili, fræhreinsaður og smátt saxaður
1 skallottulaukur, smátt saxaður
1/2 sítróna, safinn
1 msk ólífuolía
Maldon salt
Nýmulinn svartur pipar
65 g ókryddaður fetaostur
Lítil handfylli ferskur kóreander, saxaður

Skerið eggaldin langsum í u.þ.b. 1 cm þykkar sneiðar. Saltið sneiðarnar vandlega og látið sitja í 15 mínútur. Þetta tekur mesta biturleikann úr eggaldininu. Þurrkið saltið af með eldhúspappír og grillið eggaldinsneiðarnar við háan hita þar til þær eru orðnar mjúkar og farnar að brúnast.

Setjið eggaldinið i skál og setjið chili, skallottulauk, sítrónusafa, ólífuolíu og smáræði af Maldon salti og pipar saman við. Blandið þessu öllu saman á meðan eggaldinið er enn heitt. Setjið allt saman á disk, myljið fetaost yfir og dreifið svo kóreander að lokum yfir.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: