Kjúklingasalat með appelsínu- og hunangsdressingu

A4

Ég er ekki búin að elda eina einustu máltíð síðan Gunnar fór til Kaupmannahafnar. Það er einhvernveginn þannig að fólk aumkar sig yfir mig þegar ég er ein heima og býður mér í mat þó mér sé engin vorkunn að þurfa að útbúa minn eigin mat! Ég kvarta nú alls ekki yfir því enda er alltaf svo gaman að vera boðin í mat. Í gærkvöldi bauð tengdamamma mér í beikonvafnar kjúklingabringur sem voru svo svakalega safaríkar og góðar að ég hef ekki vitað annað eins. Við vorum samt ekki alveg nógu duglegar að borða því það var afgangur og ég var því auðvitað send heim með eina stóra safaríka bringu. Að auki fékk ég úrval af salati með mér sem tengdamamma ræktar í garðinum og var pælingin sú að þá ætti ég tilbúna máltíð heima þegar ég kæmi af boxæfingu í kvöld. Ég get samt aldrei látið neitt í friði svo ég gerði mér mjög djúsí og gott kjúklingasalat úr þessu sem tók enga stund að útbúa.

Ég er ekkert voðalega hrifin af salötum sem eru bara kál heldur finnst mér gott að hafa allskonar gott í salatinu. Þetta er nú frekar frjálsleg uppskrift en dressingin með appelsínu og hunangi er satt að segja aðalmálið. Þetta magn passaði fyrir mig eina svo þið getið skalað dressinguna upp til að gera salat fyrir fleiri. Mér fannst klassískt að nota gráðaost og valhnetur með svona dressingu en ef ykkur þykir annað hvort vont þá er bara um að gera að sleppa því.

A1

A2

A5

Kjúklingasalat með appelsínu- og hunangsdressingu
Fyrir 1

1/2 appelsína
1 tsk ólífuolía
1/2 tsk hunang
Maldon salt
Nýmulinn svartur pipar
1/2 kjúklingabringa, skorin í þunnar sneiðar
Blönduð salatlauf
6-8 kirsuberjatómatar, skornir í fernt
1/6 meðalstór rauðlaukur, fínt sneiddur
Lítil handfylli af valhnetum, gróft saxaðar
2 msk mulinn gráðaostur

Kreistið safann úr appelsínunni í glas. Blandið ólífuolíu, hunangi, smá salti og pipar saman við og þeytið létt með gaffli.

Setjið allt sem á að fara í salatið í stóra skál og hellið dressingunni saman við. Blandið vel saman og setjið svo á disk og njótið!

Advertisements
, , , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: