Humar með hvítlauki, lime og chili

18/06/2013

Aðalréttir

A6

Þetta var nú meiri lúxushelgin. Okkur var boðið tvisvar í grillað ribeye, héldum upp á útskrift Heiðu vinkonu á Sushisamba og enduðum svo herlegheitin á því að elda humar á þjóðhátíðardaginn. Með þessu var svo auðvitað drukkið tilheyrilegt magn af rauðvíni (en ekki hvað). Það eina sem ég gerði til að vinna á móti allri þessari neyslu var að arka upp Esjuna á laugardagsmorguninn í svartaþoku sem var auðvitað gríðarlega heilsusamlegt þó útsýnið væri vægast sagt takmarkað. Í dag er ég búinn að vera með dálítinn óhófsbömmer svo þessi vika fer í það að núllstilla kerfið. Súpa, salat, fiskur, hlaup og box verða málið út vikuna svo ég geti nú leyft mér eitthvað um næstu helgi (hehemm).

Það er nú varla að ég þori að koma með uppskrift að humri eftir alla humar- og hvítvínsumræðuna en þar sem humar er líklega uppáhalds maturinn hann Gunnars þá ákváðum við að hann væri vel við hæfi á þjóðhátíðardaginn. Við erum svo heppin að tengdamóðir mín útvegar okkur humar beint frá Höfn svo hann er bæði stór, fallegur og tiltölulega ódýr. Ég klauf halana því það er langfljótlegast en ef þið eruð með litla hala þá borgar sig líklega að snyrta þá þannig að halarnir séu heilir.

A1

A2

A3

A4

A5

A7

Humar með hvítlauki, lime og chili
Fyrir 6

2,4 kg humar
250 g smjör
60 g hvítlaukur (4-6 geiralausir hvítlaukar)
2 lime, börkurinn fínt rifinn
1 rauður chili, fræhreinsaður
1 tsk Maldon salt
Nýmulinn svartur pipar

Hitið ofninn í 220°C og kveikið jafnvel á grillinu ef ofninn ykkar býður upp á það.

Kljúfið humarinn (eða verkið hann að vild), fjarlægið svörtu röndina og skolið undir köldu vatni. Leggið halana þétt á bökunarplötu(r) þannig að kjötið snúi upp.

Setjið smjör, hvítlauk, limebörk, chili, salt og vel af svörtum pipar í matvinnsluvél. Látið vélina ganga þar til smjörblandan er orðin jöfn og nokkuð mjúk.

Smyrjið kryddsmjörinu ofan á humarhalana. Setjið inn í ofn og eldið í u.þ.b. þrjár mínútur eða þar til humarinn er rétt svo eldaður. Passið ykkur að ofelda hann ekki.

Setjið humarinn á disk og hellið bráðnuðu kryddsmjörinu af bökunarplötunni yfir hann. Berið fram með góðu brauði og salati.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: