Pavlova með kirsuberjum

10/06/2013

Eftirréttir, Kökur

D4

Ég gekk framhjá Vínberinu á Laugaveginum á leið minni heim um daginn og rak þar augun í fersk kirsuber til sölu. Ég hafði ekkert við þau að gera þann daginn svo ég lét þau vera en gat samt eiginlega ekki hætt að hugsa um þau. Ég elska fersk kirsuber og þar sem þau eru ekki í boði nema í stuttan tíma þá er svo freistandi að nýta sér þau þó þau séu frekar dýr. Ef þið eigið ekki leið um Vínberið þá hef ég líka séð kirsuber í Hagkaup upp á síðkastið en mér sýnist verðið vera mjög sambærilegt á þessum stöðum.

Þessi pavlova er gríðarlega einföld og fljótleg en er með mikinn “wow factor”. Til að flýta enn meira fyrir er sjálfsagt að kaupa tilbúinn marengs en þá verður kakan bara aðeins flatari.

D1

D2

D3

D5

D6Pavlova með kirsuberjum

4 mjög stór egg
Klípa af salti
1 bolli sykur
2 tsk Maizena mjöl
1 tsk hvítínsedik
1/2 tsk vanilluextrakt
1 vanillubaun
1/2 l rjómi
2 msk sykur
360 g kirsuberjasósa (ég notaði frá Den Gamle Fabrik)
25-30 fersk kirsuber

Hitið ofninn í 85°C.

Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Leggið matardisk á hvolf ofan á pappírinn og dragið hring meðfram honum með blýanti eða penna. Snúið bökunarpappírnum við þannig að pennastrikið snúi niður.

Setjið eggjahvítur og salt í hrærivél (eða í skál) og þeytið á hæsta hraða þar til eggjahvíturnar eru orðnar stífar, u.þ.b. 1-2 mínútur.  Haldið áfram að þeyta á hæsta hraða og bætið sykrinum smá saman við. Þeytið áfram þar til blandan er orðin glansandi, u.þ.b. 2 mínútur.

Losið skálina úr hrærivélinni. Sigtið Maizena mjöl yfir eggjahvítublönduna, bætið hvítvínsediki og vanillu saman við og blandið varlega saman með sleikju. Setjð blönduna ofan á bökunarpappírinn og dreifið úr henni þannig að hún fylli út í hringinn.  Reynið að láta kantana ná aðeins hærra en miðjuna. Bakið í einn og hálfan tíma (90 mínútur). Slökkið á ofninum, opnið hann og leyfið marengsinum að standa inni í ofninum þar til hann hefur alveg kólnað.

Skerið vanillubaun langsum og skafið fræin innan úr henni. Setjið í skál ásamt rjóma og 2 msk sykri og þeytið. Rjóminn ætti að vera frekar lausþeyttur.

Dreifið kirsuberjasósunni á miðjan marengsinn og svo rjómanum þar ofan á. Raðið ferskum kirsuberjum ofan á rjómann.

Uppskriftin að marengsinum er fengin frá Inu Garten.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

One Comment on “Pavlova með kirsuberjum”

 1. Princess Says:

  Your website’s template looks not proffesional.
  You schould change it. Better design means a lot more conversions,
  faster load and greater confidence of visitors. This is something that can be useful for you, type
  in google:
  Juicklor’s templates source

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: