Spaghetti með aspas og basil

09/06/2013

Aðalréttir

A4

Ég og tvær vinkonur mínar tókum okkur til og gengum upp á Helgafell eftir vinnu á fimmtudaginn. Ég er nú ekki mikill göngugarpur (reyndar svo lítill að ég varð að kaupa mér gönguskó í tilefni dagsins) en mér fannst þetta alveg æðislegt og stefnan hjá okkur er að ganga á fimm toppa í sumar. Ég verð að segja að sumarið byrjaði þarna í mínum huga og það var því vel við hæfi að borða þetta sumarlega pasta þegar heim var komið. Það er fátt sumarlegra en ferskur aspas og núna er akkúrat tíminn fyrir hann. Eitt búnt kostar þúsund krónur sem er auðvitað skelfilega dýrt en mér finnst það þolanlegt þegar aspasinn er stjarnan í réttinum og nýtur sín virkilega eins og hann gerir hér.

A1

A2

A3

A5

Spaghetti með aspas og basil
Fyrir 2

250 g spaghetti
400-450 g ferskur aspas (1 búnt)
2 msk jómfrúrolía
4 stór hvítlauksrif, smátt söxuð
1 sítróna, fínt rifinn börkurinn + safinn
50 g ferskt basil, saxað
Nýmulinn svartur pipar
Parmesan ostur

Sjóðið spaghetti samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Haldið 1/3 bolla af pastavatninu eftir áður en vatnið er látið renna af pastanu.

Skerið neðsta hlutann af aspasnum og skerið hvern aspas svo í 3-4 bita. Setjið vatn í miðlungsstóran pott og saltið nokkuð vel. Látið suðuna koma upp og setjið svo aspasinn út í. Sjóðið í 2-3 mínútur, veiðið aspasinn svo upp úr og látið beint í klakavatn í 1 mínútu. Látið vatnið renna af honum og setjið til hliðar.

Setjið jómfrúrolíu á pönnu ásamt hvítlauknum og mýkið við lágan hita. Bætið pasta, pastavatni, aspas,  sítrónuberki, sítrónusafa,  basil og dálítið af svörtum pipar saman við. Rífið parmesan ost niður og dreifið yfir. 

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Spaghetti með aspas og basil”

  1. Heiða frænka :) Says:

    Þá er nú um að gera að skella sér á hinn undurfagra Þríhyrning, sem er náttlega í hinni undurfögru Fljótshlíð, og kíkja á frænkur og annað skyldulið :) Svona fyrst þú ert búin að fá þér gönguskó og tilheyrandi græjur :)

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: