Innri Mongólía – annar hluti

31/05/2013

Ferðalög

A6

Jæja þá er komið að síðustu nóttinni hérna í bænum sem ég kann ekki að bera fram nafnið á. Á morgun verður unnið til þrjú og svo keyrum við til Tongliao sem er borg í klukkutíma akstursfjarlægð héðan. Þar er víst búið að bóka handa okkur herbergi á góðu hóteli og kúnninn ætlar svo að bjóða okkur út að borða á fínasta veitingastað borgarinnar. Ekki amalegt það :) Ég get ekki beðið eftir að skipta um hótel því hótelið sem við erum á hérna er frekar slappt enda eru rúmin eins og þvottabretti og öll herbergi eru reykingaherbergi!

Það er búið að vera frekar skrítið að vera hérna, aðallega af því að allir stara á okkur hávöxnu náfölu Íslendingana eins og við séum geimverur. Fólk hættir því sem það er að gera, snýr sig úr hálsliðnum, bendir á okkur og reynir ekkert að fela undrun sína á þessum furðudýrum. Ég hef komið á marga afskekkta staði en ég held ég hafi aldrei staðið jafn mikið út úr og hér. Það er svo auðvitað margt annað sem okkur Íslendingunum finnst merkilegt hér. Fólk hendir rusli þar sem það stendur og fyrir vikið er allt á kafi í rusli. Umferðin er algjör geðbilun, bílarnir sikksakka út um allt á vitlausum vegarhelmingi og beygja hiklaust fyrir hvorn annan. Það reykja allir úti um allt og það þykir algjörlega sjálfsagt. Maturinn er svo auðvitað kapítuli út af fyrir sig og þó við höfum alltaf fengið góðan mat þá höfum við séð ýmislegt forvitnilegt sem við lögðum ekki í… eins og grillaða kjúklingahausa! Síðast en ekki síst finnst mér stórmerkilegt að eftir 10 daga sé ég aðeins búin að eyða heilum 16 þúsund krónum hér þrátt fyrir að hafa farið út að borða á hverju kvöldi og hafa farið tvisvar í nudd. Nóg um það, hér fylgja nokkrar myndir til gamans :)

Útsýnið frá hóteltröppunum. Lengst til vinstri er nuddstofa þar sem við höfum farið í klukkutíma langt fótanudd sem er engu líkt.

A13

Útsýnið úr hótelherberginu.

A16

Það er súpermarkaður á næsta horni og þar fyrir utan er alltaf trumbusláttur um kvöldmatarleytið og konur að dansa.

A14Súpermarkaðurinn sjálfur er aðeins öðruvísi en maður á að venjast, þó ekki nema vegna þess að það er svo mikið af þurrkuðum fiski á boðstólum að öll búðin angar!

A15

A3Rétt fyrir utan verksmiðjuna þar sem við erum að vinna er lítil sjoppa og þangað röltum við í dag til að kaupa okkur ís. Það varð vægast sagt uppi fótur og fit þegar þessir skrítnu viðskiptavinir mættu á staðinn.

A10

Kaffipása í sólinni.

A12

Myndarlegur fararskjóti fyrir utan verksmiðjuna.

A2Verksmiðjan sem um ræðir er nautavinnsla. Þessar kusur biðu rólegar á vörubílspalli og grunaði eflaust ekki hvað biði þeirra.

A4Það er þó víða að finna búfénað en við verksmiðjuna því þegar við komum út af vetingastað í gærkvöldi þá beið þessi hestur rólegur eftir eiganda sínum.

A9Talandi um veitingastaði þá gera þessir núðlurnar í höndunum fyrir hverja pöntun. Það er alveg svakalega gaman að sjá þetta gert enda er hann svo eldsnöggur að maður nær varla að fylgjast með.

A17Nautakjöt í chili.

A1Grillaðir kjúklingamagar.

A5

Grillaður fiskur.

A8Stóra spurningin er svo… hversu mörgum íslenskum karlmönnum er hægt að koma í þriggja hjóla smábíl? :)

A7

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: