Innri Mongólía

486

Internetlögreglan í Kína er enn öflugri en ég hélt því ekki nóg með að stórhættulegar síður eins og Facebook, Twitter og YouTube séu harðbannaðar þá mátti ég alls ekki hafa aðgang að minni eigin síðu. Það finnst mér nú fullmikil forræðishyggja. Til allrar hamingju á ég vinnufélaga sem er enn meira nörd en ég og hann fann leið til að komast framhjá kínverskum stjórnvöldum. Nú eru mér því allar leiðir færar á veraldarvefnum og þá er bara að vona að það banki enginn upp á og stingi mér í fangelsi fyrir að óhlýðnast!

Ferðalagið hingað tók heillangan tíma enda er Kína auðvitað langt í burtu frá Íslandi og svo þurftum við að stoppa í Peking eina nótt áður en við gátum haldið áfram. Við erum stödd í 20 þúsund manna smábæ sem heitir Gan Qi Ka Jie og hér er svona nokkurnveginn ekkert um að vera. Það hefur lítið markvert gerst hingað til og svo sem ekki útlit fyrir að það breytist þegar maður gerir ekkert nema að vinna, borða og sofa. Það er þó ýmislegt forvitnilegt hérna og mér datt í hug að sýna ykkur nokkrar myndir til gamans.

Maturinn er allskonar. Kvöldmaturinn hefur alltaf verið góður…

A1

A2

A5

Morgunmaturinn óvenjulegur…

A3Hádegismaturinn aftur á móti dálítið fangelsislegur.

A4Við erum búin að sjá áhugaverð farartæki…

A6

A7Já og ansi athyglisverar aðfarir við vinnu.

A9

A10

Ég læt vonandi heyra í mér aftur bráðum. Þó það gerist ekki mikið markvert hér þá ber nú samt ýmislegt markvert fyrir augu!

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Innri Mongólía”

  1. Nanna Says:

    Skemmtilegar myndir! Þetta er svo fjarlægur raunveruleiki að það er mjög gaman að fá smá innsýn inn í þennan heim.

    Reply

  2. Ásdís Says:

    Heppin ertu að fá tækifæri til að fara á þessar slóðir :) Ég bíð spennt eftir fleiri færslum og myndum!

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: