Blondínur með timjan og furuhnetum

21/05/2013

Kökur

A4

Ég sit hérna og bíð eftir því að vera sótt til að fara út á flugvöll og datt í hug að skella inn einni færslu áður en ég fer. Það verður víst ekki mikil matarumfjöllun hér á næstunni en það er aldrei að vita nema ég láti heyra eitthvað frá mér, þó ekki nema til að láta vita að það sé í lagi með mig. Ég er sem sagt að fara til Innri Mongólíu í Kína  að vinna (hingað) og ég veit ekkert hvað kínverska ríkisstjórnin mun leyfa mér að nálgast á internetinu en ég er nokkuð viss um að helstu samfélagsmiðlar séu allavega stranglega bannaðir.

Við fengum góða gesti í kaffi í gær (góða gesti sem komu með íslensk jarðarber með sér… namm!) svo ég skellti í pönnukökur og lét loksins verða af því að baka köku sem mig hefur lengi langað til að prófa. Ég veit nú ekki hvort blondínur sé besta þýðingin á þessu fyrirbæri en þetta er sem sagt það sem er á ensku kallað blondies sem eru eiginlega brownies mínus súkkulaðið. Ég las einhverstaðar um blondínur með timjan og furuhnetum og fannst það hljóma svo vel að ég gat ekki annað en reynt að gera svoleiðis. Grunnuppskriftin er frá Smitten Kitchen og svo bætti ég einfaldlega timjan og furuhnetum við. Ég bakaði þær í helst til of stóru formi þannig að þær urðu frekar þunnar en mér fannst þær samt alveg ferlega góðar.

A1

A2

A5

Blondínur með timjan og furuhnetum

113 g smjör, bráðið
238 g púðursykur
1 stórt egg
1 tsk vanilluextrakt
1 bolli (125 g) hveiti
1/8 tsk salt
1/2 bolli (70 g) furuhnetur
1 msk ferskt timjan

Hitið ofninn í 175°C.

Ristið furuhnetur á pönnu þar til þær eru orðnar gylltar. Setjið til hliðar.

Blandið bráðnu smjöri og púðursykri saman og þeytið þar til blandan er orðin jöfn. Setjið egg og vanillu saman við og þeytið áfram.

Bætið við salti, hveiti, furuhnetum og timjan. Hrærið saman þar til allt hefur blandast saman.

Smyrjið ferkantað bökunarform (eða spreyið með PAM) og setjið svo bökunarpappír í botninn og upp á hliðarnar. Smyrjið deiginu í formið og bakið í 20-25 mínútur eða þar til kakan er rétt svo bökuð (hún má alveg vera dálítið klístruð).

Uppskriftin er aðlöguð frá Smitten Kitchen.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: