Hvítlauksbrauð með parmesanosti og sítrónu

16/05/2013

Brauð, Meðlæti

A5Um daginn var einhver að dást að því hvað ég væri alltaf dugleg að elda eitthvað spennandi og spurði hvort ég væri virkilega með eitthvað nýtt á hverju kvöldi. Uhhmm svarið við því myndi vera nei! Það gengur í bylgjum hvað ég er dugleg við að gera eitthvað nýtt og frumlegt og ég skal sko segja ykkur að ég er ekki búin að vera dugleg upp á síðkastið. Ég er meira að segja búin að vera svo lítið dugleg að á þriðjudaginn borðuðum við kvöldmat á Hamborgarabúllunni og í gærkvöldi gripum við pizzasneið á Devito’s sem við borðuðum á hlaupum á leiðinni á pub quiz. Ekki metnaðarfullt og alls ekki heilbrigt en svona er raunveruleikinn.

Ég get nú ekki státað mig af því að hafa lagt mikið í eldamennskuna í kvöld en ég drattaðist þó til að elda eitthvað sem verður að teljast nokkuð gott miðað við frammistöðuna síðustu daga. Gunnar er hálfveikur svo ég gat ekki neitað honum þegar hann bað um spaghetti í matinn. Ég gerði bara einfalt spaghetti með beikoni, eggaldini og tómötum sem var mjög gott en ég var enn ánægðari með hvítlauksbrauðið sem við höfðum með. Ég veit ekki hvað kom yfir mig að gera hvítlauksbrauð með pastanu því það geri ég aldrei (carbs + carbs = of mikið af hinu góða) en það heppnaðist svo vel að ég sé ekkert eftir því. Ég er enn á því að pasta og brauð séu of mikið saman en ég gæti vel hugsað mér að bera þetta fram með góðu salati.

A1

A2

A3

A6

Hvítlauksbrauð með parmesanosti og sítrónu

1 lítið baguette
130 g mjúkt smjör
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
Börkur af  1 sítrónu, fínt rifinn
50 g parmesan ostur, fínt rifinn
Þurrkaðar chili flögur, eftir smekk
Nýmalaður svartur pipar

Hitið ofninn í 200°C.

Setjið smjör, hvítlauk, sítrónubörk, parmesanost, chiliflögur og svartan pipar í skál og blandið öllu vel saman. Skerið baguette í þrjá til fjóra hluta og skiptið svo hverjum hluta í tvennt langsum. Smyrjið brauðið með hvítlaukssmjörinu.

Setjið brauðið á ofnplötu og bakið í ofninum þar til smjörið er bráðið og brauðið er farið að gyllast.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Hvítlauksbrauð með parmesanosti og sítrónu”

 1. Nanna Says:

  Ég ELSKA carbs + carbs, eitt það besta sem ég veit :) Þetta hvílauksbrauð lítur rosalega vel út.

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Haha já ok ég elska alveg carbs + carbs en samviskan mín lætur alltaf heyra í sér þegar ég læt það eftir mér… ætli það sé ekki frekar það ;)

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: