Miðausturlenskt lambaprime og salat

A3Það má næstum því segja að síðastliðin helgi hafi verið of viðburðarík hjá mér. Á föstudaginn var vinnugleði og ég prófaði í fyrsta sinn að fara í paintball. Það var alveg æðislega skemmtilegt og mér fannst ég standa mig ágætlega þó ég hafi reyndar verið skotin í andlitið af bróður mínum! Það er spurning hvað maður á að lesa í það :)

Á laugardagskvöldið hittist svo nýstofnaður matarklúbbur í fyrsta sinn og við Gunnar vorum gestgjafar. Það var auðvitað alveg unaðslegt kvöld enda maturinn og vínið gott og félagsskapurinn enn betri. Við ákváðum að hafa þann háttinn á í þessum matarklúbbi að hvert par sér um einn rétt og þar af gestgjafarnir um aðalréttinn. Þá er bæði minna álag á gestgjöfunum og svo fá allir eitthvað óvænt að borða. Forrétturinn var hörpudiskur í cava sósu, aðalrétturinn nautarif með jarðarberjasósu, hrásalati og maís og eftirrétturinn cappuchino ísterta með bourbon karamellu. Namm!

Nú er víst kominn mánudagur en mér finnst bara allt í lagi að gera sér pínu glaðan dag á mánudegi jafnvel þó það hafi verið gaman alla helgina. Ég kom þess vegna við í búð á leið úr vinnunni og keypti lambakjöt handa okkur á grillið. Það tók fimm mínútur að græja marineringu sem kjötið fékk að liggja í á meðan ég var á boxæfingu og þá var ekkert eftir nema að skella því á grillið eftir æfingu. Fljótlegt, einfalt og gott.

A2

A1

A4

Miðausturlenskt lambaprime og salat
Fyrir 4

Í lambakjötið:

800 g lambaprime
1 bolli (250 ml) hrein jógúrt
1 tsk cumin
1 tsk paprika
1 tsk hvítlauksduft
1/4 tsk kanill
1 tsk pipar
1 tsk sjávarsalt
1/2 rauðlaukur

Í salatið:

250 g tómatar
1 rauð paprika
1/2 agúrka
1/4 rauðlaukur
1 granatepli
2 msk steinselja
1 sítróna, börkurinn og safinn
1 msk ólífuolía
Sjávarsalt og pipar

Til að gera lambakjötið:

Setjið jógúrt, cumin, papriku, hvítlauksduft, kanil, salt og pipar í miðlungsstóra skál. Rífið rauðlaukinn ofan í með fínu rifjárni (eða notið matvinnsluvél). Blandið öllu saman og setjið svo lambakjötið í skálina. Þekið allar hliðar kjötsins vandlega með marineringunni og leyfið því að bíða þar til kominn er tími til að grilla. Best er að láta þetta standa í 1-2 klukkutíma en það er alls ekki nauðsynlegt.

Hitið grillið vel og grillið á háum hita þar til kjötið er gegnsteikt en þó bleikt að innan. Þetta ætti að taka u.þ.b. 8-12 mínútur en það fer eftir stærð kjötstykkjanna og hitanum á grillinu.

Til að gera salatið:

Skerið tómata, papriku, agúrku og rauðlauk mjög smátt og setjið svo í miðlungsstóra skál. Skerið granateplið í tvennt og berjið það með sleif yfir skálinni til að ná fræjunum út. Best er að gera þetta yfir vaskinum og passið ykkur á því að safinn getur litað.

Saxið steinselju og setjið saman við. Rífið börkinn af sítrónunni saman við, skerið hana svo í tvennt og kreistið safann yfir. Bætið að lokum ólífuolíu við og saltið og piprið vel. Blandið öllu vel saman.

Athugasemdir:

Ég gerði einfalda jógúrtsósu með þessu en uppskriftin er ekki svo nákvæm. U.þ.b. 1/2 bolli af jógúrt, 1 tsk af dijon sinnepi, smá reykt paprika, smá cumin, smá salt og slatti af pipar.

Advertisements
, , , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Miðausturlenskt lambaprime og salat”

  1. Svanhildur Says:

    Ég og sambýlismaðurinn buðum upp á bæði lambaprime-ið og salatið með í matarboði fyrir góða vini um daginn og það sló algerlega í gegn! Súkkulaðiunaðsbakan var svo í eftirrétt og hún sló líka í gegn, bæði hjá matarboðsgestum og þeim sem fengu að njóta afganganna af henni daginn eftir! :) Takk kærlega fyrir frábærar uppskriftir og skemmtilega síðu! :) Þetta allt saman verður án efa eldað aftur, við gott tækifæri!

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: