Ofnbakað pasta með beikoni, tómötum og basil

09/05/2013

Aðalréttir

A2Mikið óskaplega var ég glöð þegar ég vaknaði í morgun og sá að veðurblíðan hafði enst lengur en einn dag. Ég eyddi miðvikudeginum nefnilega veik heima og missti algjörlega af góða veðrinu þegar það loksins kom. Nú er ég víst á leiðinni til Kína að vinna og þurfti þess vegna að fara í bólusetningu sem ég er að spá í að skrifa þessu stuttu veikindi á. Veikindin og ótalmörg matarboð síðustu daga hafa valdið því að ég hef ekki eldað kvöldmat lengi svo okkur langaði mikið að borða tvö heima í kvöld.

Eftir að hafa heimsótt foreldra mína á Akranesi og foreldra Gunnars í Garðabæ þá fórum við í Hagkaup þar sem við störðum á hillurnar og vissum ekkert hvað okkur langaði í. Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þau mistök að fara óundirbúin og svöng í matarbúðina og þó það sé yfirleitt slæm hugmynd þá rættist úr því í þetta sinn.  Mig langaði skyndilega í pasta í bragðmikilli tómatsósu og þurfti aðeins að minnast á beikon við Gunnar til að hann samþykkti pastað. Beikon fær fólk með manni í lið!

A5

A4

A3

A1

Ofnbakað pasta með beikoni, tómötum og basil
Fyrir 4

250 g pastaskeljar (eða annað gott pasta, t.d. penne)
1/2 msk ólífuolía
200 g beikon, skorið í nokkuð litla bita
1 laukur, saxaður
2 stór hvítlauksrif, smátt söxuð
1/2 -1 rauður chili, smátt saxaður
100 ml hvítvín
180 g tómatmauk úr sólþurrkuðum tómötum (ég notaði svona)
250 g tómatar, skornir í stóra bita
120 ml (1/2 bolli) matvinnslurjómi
50 g ferskt basil, saxað
Nýmulinn svartur pipar
150 g rifinn ostur

Hitið ofninn í 200°C.

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

Hitið ólífuolíu á pönnu. Steikið beikonið þar til fitan er farin að renna af því en þó ekki svo mikið að það verði stökkt. Bætið lauki, hvítlauki og chili út á pönnuna og steikið þar til það er farið að mýkjast. Hellið hvítvíninu út á pönnuna og leyfið því að gufa aðeins upp. Setjið tómatmauk, tómata og matvinnslurjóma á pönnuna og látið malla í u.þ.b. 2 mínútur. Takið af hitanum og látið bíða þar til pastað er soðið.

Blandið pastanu saman við sósuna ásamt pipar og megninu af basilinu. Setjið í eldfast mót og dreifið rifna ostinum yfir. Setjið inn í ofn og bakið í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og farinn að gyllast. Dreifið restinni af ferska basilinu yfir og njótið.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: