“Shack Stack” borgari

C5

Í Bandaríkjunum er til hamborgarastaður sem heitir Shake Shack og er í miklu uppáhaldi hjá okkur hjónunum. Upprunalegi staðurinn er í Madison Square Park í New York og þar er röðin oft svo löng að það tekur klukkutíma að fá afgreiðslu. Sem betur fer eru staðirnir þo orðnir fleiri og m.a. er einn staður á Lincoln Road í Miami sem við borðuðum á í nánast hvert einasta skipti sem við fórum til Miami.

Á Shake Shack er hægt að fá nokkrar tegundir af borgurum, pylsur og auðvitað sjeika en það sem ég fæ mér alltaf er “Shack Stack”. Það er venjulegur hamborgari með djúpsteiktum og ostafylltum portobello sveppi ofan á og það er nákvæmlega jafn syndsamlega gott og óhollt og það hljómar. Við fengum nokkra hamborgara gefins um daginn svo okkur datt í hug að bjóða vinum okkar í mat og reyna að búa til okkar eigin útgáfu af Shack Stack borgaranum. Það vildi nú svo skemmtilega til að þau hjá Serious Eats voru búin að finna út úr þessu á sínum tíma svo ég fylgdi aðferðinni þeirra að mestu. Ég mæli með þessum!

C1

C2

C3

C4

C6Shack Stack borgari
Fyrir 4

Í sósuna:

1/2 bolli létt majones
1 msk tómatsósa
1 msk sætt gult sinnep
1 lítil súr gúrka
1/4 tsk hvítlauksduft
1/4 tsk paprika (krydd)
Hnífsoddur af cayenne pipar

Í sveppina:

4 portobello sveppir
4 þykkar sneiðar af bragðmiklum hvítmygluosti
1 bolli hveiti
2 egg
1 bolli Panko brauðmylsna (eða önnur brauðmylsna)
Olía eða djúpsteikingarfeiti

Í borgarana:

4 stórir hamborgarar
4 stór hamborgarabrauð
4 stór salatlauf
4 stórar tómatsneiðar

Til að gera sósuna:

Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél eða blandara og maukið þar til sósan er orðin alveg slétt.

Til að gera sveppina:

Skerið hvern portobello svepp í tvennt, setjið sneið af hvítmygluosti ofan á annan helminginn og setjið svo hinn helminginn ofan á. Vefjið plastfilmu þétt utan um hverja sveppa “samloku” og látið standa í 10 mínútur.

Setjið hveiti á einn disk, eggin á annan (léttþeytt saman með gaffli) og brauðmylsnu á þann þriðja. Takið sveppina úr plastfilmunni og dýfið í hveitið, svo eggin, svo brauðmylsnuna, svo aftur í eggin og að lokum aftur í brauðmylsnuna. Látið standa í 5 mínútur.

Hitið olíu eða djúpsteikingarfeiti í potti (eða djúpsteikingarpotti). Þegar olían er orðin mátulega heit, látið þá sveppina út í og steikið þar til þeir eru orðnir gylltir.

Til að gera hamborgarana:

Kryddið hamborgarana með salti, pipar og jafnvel hamborgarakryddi og  steikið eða grillið eftir smekk. Látið borgarann á botninn á hamborgarabrauðinu og látið svo salatlauf og tómat þar ofan á. Setjið djúpsteikta sveppinn ofan á og að lokum vel af sósunni áður en hamborgaranum er lokað.

Uppskriftin er aðlöguð frá Serious Eats.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

5 Comments on ““Shack Stack” borgari”

 1. Rósa Guðrún Sveinsdóttir Says:

  gööööövööööð delish!

  Reply

 2. Snorri Sigurðsson Says:

  Úff Shake Shack, átti í ástar/haturssambandi við þann stað enda við hliðina á vinnunni á Upper West Side. Fékk ógeð sem varði í einhverjar vikur en svo fór maður alltaf aftur. Og
  Shack Stack var sá rosalegasti af öllum.

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Já ég myndi nú ekki vilja hafa Shake Shack svo nálægt mér, trúi alveg að það hafi verið ástar/haturssamband! Betra að hafa þetta í hæfilegri fjarlægð ;)

   Reply

 3. Erla Þóra Says:

  Jömmí!!
  Og gasalega huggó þessir matargestir þínir ;)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: