Mjólkurlaus sítrónubúðingur með timjanmylsnu

22/04/2013

Eftirréttir

B6

Af því ég setti inn uppskrift að samloku með skinku og osti í gær þá verð ég auðvitað að koma með eitthvað algjörlega klikkað í dag svo þið haldið ekki að ég sé alveg búin með allt púður. Hvernig hljómar desert úr tófú? Ef þið eruð eitthvað lík manninum mínum þá líst ykkur nákvæmlega ekkert á það . Honum leist meira að segja svo lítið á það að hann tuðaði um það í tvo daga áður að þetta yrði örugglega ógeðslega vont og þóttist kúgast við tilhugsunina. Hann var mögulega að stríða mér (sem tókst mjög vel) en ég held nú samt að honum hafi hálft í hvoru verið alvara.

Þessi uppskrift er úr bókinni frá Sprouted Kitchen (sem er æðisleg bók) og um leið og ég sá hana þá vissi ég að mig langaði að prófa. Eina vandamálið var að nálgast silken tofu en það fór betur en á horfðist þar sem ég rakst bara á það í Hagkaup í Kringlunni þegar ég var ekkert að leita að því. Það er víst mjög mikilvægt að nota silken tofu því annars fæst ekki rétt áferð á búðinginn.

Já og ætli það sé ekki best að taka það fram að þegar á hólminn var kominn þá kúgaðist Gunnar ekkert heldur sleikti bara út um. Þetta er nefnilega fjári gott!

B2

B3

B4

B7Mjólkurlaus sítrónubúðingur með timjanmylsnu
Fyrir 4

Í búðinginn:

1 349 g pakki af extra stífu silken tofu
2 msk fínmulið kornmjöl (ég notaði polenta)
Klípa Maldonsalt
1/3 bolli agave sýróp (eða hungang)
Börkurinn af einni sítrónu
3 msk nýkreistur sítrónusafi

Í það sem fer ofan á:

2 msk kókosolía
1 tsk vanillu extrakt
1/4 bolli hrásykur
1/2 tsk Maldon salt
1/2 bolli haframjöl
4 msk kókosflögur
1/4 bolli valhnetur, saxaðar
1 msk ferskt timjan

Hitið ofninn í 175°C.

Vefjið tófúinu á milli nokkurra laga af eldhúspappír og látið vökvann leka af því í u.þ.b. 10 mínútur.

Setjið tófu, kornmjöl, salt, agave sýróp, sítrónubörk og sítrónusafa í matvinnsluvél eða blandara og blandið þar til það er orðið algjörlega slétt. Þetta ætti að taka u.þ.b. 1 mínútu. Skiptið blöndunni í fjórar skálar og kælið í ísskáp í 1-2 tíma. Þetta má gera allt að 1 dag fram í tímann.

Bræðið kókosolíu í potti. Takið af hitanum og setjið vanillu, hrásykur, Maldon salt, haframjöl, kókosflögur, valhnetur og timjan saman við. Blandið öllu vel saman og dreifið svo á bökunarplötu sem er búið að setja bökunarpappír á. Bakið blönduna í ofninum þar til hún er orðin gyllt. Fylgist vandlega með ofninum og hrærið öðru hvoru í því þetta getur brunnið á örskotsstundu. Látið kólna og myljið svo yfir búðinginn.

Uppskriftin er lítillega aðlöguð frá Dairy-Free Lemon Cremes With Oat-Thyme Crumble úr bókinni The Sprouted Kitchen: A Tastier Take On Whole Foods.

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Mjólkurlaus sítrónubúðingur með timjanmylsnu”

 1. Nanna Says:

  En fallegt! Hvernig líst þér á að nota Sprouted Kitchen bókina heima? Er mikill skortur á hráefnunum sem hún notar í bókinni?

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Ég held að það sé hægt að fá flest en þó ekki allt. Aðalvandamálið er líklega að það þarf virkilega ferskt og gott hráefni í flesta réttina og mikið af innfluttu grænmeti hérna er bara ekki nógu gott og þar að auki rándýrt. Annars er þetta fyrsti rétturinn sem ég prófa að gera svo ég er ekki búin að reka mig mikið á þetta ennþá :)

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: