Samloka með skinku og osti

21/04/2013

Léttir réttir

A3

Ætla ég í alvörunni að segja ykkur hvernig ég geri samloku með skinku og osti? Jebb, það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Auðvitað er ekkert mál að skella ostsneið og skinkusneið á milli tveggja brauðsneiða og hita í samlokugrilli og vissulega er alveg staður og stund fyrir slíkt. Þessi samloka er bara svo miklu meira og hér gildir auðvitað að því betra hráefni sem þið notið því betri verður samlokan.

A1

A2

Samloka með skinku og osti

Smjör
2 brauðsneiðar
1 tsk dijon sinnep
2 sneiðar af góðri skinku (ég notaði pestóskinku)
ostur (ég notaði 2 sneiðar af forskornum osti en best væri að nota rifinn bragðmikinn ost sem bráðnar vel eins og gruyère)
Nýmulinn svartur pipar

Bræðið smáræði af smjöri á pönnu við miðlungshita og steikið aðra hliðina á brauðsneiðunum þar til þær eru orðnar gylltar. Takið brauðsneiðarnar af pönnunni og látið steiktu hliðarnar snúa upp. Smyrjið dijon sinnepi á aðra brauðsneiðina, leggið skinkusneiðarnar ofan á og loks ostinn. Myljið svartan pipar yfir og setjið hina brauðsneiðina ofan á þannig að steikta hliðin sé innan í samlokunni.

Setjið meira smjör á pönnuna og steikið samlokuna svo þar til önnur hliðin er orðin gyllt. Bætið þá smá smjöri á pönnuna og steikið á hinni hliðinni þar til hún er orðin gyllt og osturinn bráðnaður.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: