Nutella- og perubaka

C1

Ég hef áður minnst á það hversu fáránlega einfalt er að gera eitthvað fallegt og gómsætt með smjördeigi án nokkurar fyrirhafnar. Ég hef lengi gengið með það í maganum að gera böku með Nutella og perum og ætlaði að láta verða af því sjónvarpsfíaskókvöldið mikla en þar sem það fór allt í rugl þá varð ekkert úr því. Ég lét svo loksins vaða um helgina og grunur minn reyndist réttur… þetta var æðislega gott! Það besta er að það tekur innan við fimm mínútur að setja bökuna saman og svo er bara hægt að smella henni inni í ofn rétt áður en á að borða hana. Fljótlegt og æðislega gott.

C2

C3

Nutella- og perubaka
Fyrir 8

270 g smjördeig
400 g Nutella
1 pera
Hnefafylli af valhnetum eða öðrum hnetum.

Hitið ofninn í 180°C.

Ég notaði smjördeig í rúllu frá Wewalka svo ég rúllaði henni bara út og skellti beint á bökunarplötu (bökunarpappírinn er í pakkanum). Ef þið notið aðra tegund af smjördeigi þá þarf að setja bökunarpappír á bökunarplötu og rúlla smjördeiginu út þannig að það passi á plötuna. Einnig má gera eina litla böku á mann ef það hentar betur fyrir smjördeigið sem þið eruð með.

Setjið Nutella í skál og setjið inn í örbylgjuofn í u.þ.b. 30 sekúndur eða þar til það er orðið nógu þunnt til að hægt sé að smyrja því. Passið að ofhita Nutellað ekki. Smyrjið Nutella yfir smjördeigið þannig að það þeki allt nema u.þ.b. 3 cm á köntunum.

Afhýðið peruna og skerið hana niður í frekar þunnar sneiðar. Leggið perusneiðarnar ofan á Nutellað. Saxið hneturnar gróft niður og dreifið yfir.

Bakið í u.þ.b. 8 mínútur eða þar til kanturinn á bökunni er orðinn gylltur og er farinn að lyftast. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: