Heimagerðar tortillaflögur

17/04/2013

Forréttir, Snarl

B1

Það er alveg hugsanlegt að ég hafi einhverntíma verið með miklar yfirlýsingar um djúpsteikingarpotta. Eitthvað á þá leið að ég þyrfti virkilega að fara að hugsa minn gang ef ég keypti svoleiðis? Mögulega. Engu að síður gladdist ég mikið þegar okkur bauðst að fá gamlan lítið notaðan djúpsteikingarpott að gjöf, líklega vegna þess að þó ég hefði aldrei réttlætt kaup á slíkum grip þá getur hann vissulega komið sér vel.

Það er auðvitað ekkert mál að djúpsteikja í venjulegum potti og það hef ég hingað til gert í þessi tvö skipti á ári sem ég djúpsteiki eitthvað. Stærsti kosturinn við að hafa djúpsteikingarpott er að það er svo auðvelt að halda hitanum stöðugum. Það tryggir það að olían sé nógu heit til að maturinn drekki ekki í sig of mikið af olíu en ekki svo heit að maður kveiki í húsinu!

Eins og ég minntist á í gær þá buðum við fólki í mat á laugardagskvöldið og til að prófa nýja djúpsteikingarpottinn þá ákváðum við að útbúa heimagerðar tortillaflögur til að hafa með drykkjum fyrir matinn. Ég nenni yfirleitt aldrei að hafa formlegan forrétt þegar við bjóðum fólki í mat heldur finnst mér mikið betra að bjóða upp á eitthvað létt nasl. Fólk fær þá drykk og eitthvað aðeins að borða um leið og það mætir og það einfaldar allt fyrir mig líka.

Þetta er alls ekki uppskrift heldur bara eitthvað til að gefa ykkur hugmynd. Ég hitaði sem sagt feiti í djúpsteikingarpottinum (en það má allt eins hita olíu í potti), skar mjúkar tortillakökur niður í þríhyrninga og djúpsteikti þær u.þ.b. 5-6 í einu. Ég bjó til saltblöndu úr Maldon salti, nýmöluðum pipar, mesquite kryddi frá McCormick og hvítlauksdufti sem ég stráði svo yfir flögurnar um leið og þær komu úr djúpsteikingarpottinum. Við bárum þetta fram með léttri sósu úr sýrðum rjóma en auðvitað væru salsa og/eða guacamole fullkomið líka.

B6

B4

B5

B2

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: