Svínasíðuborgari með epla- og fennel hrásalati

08/04/2013

Aðalréttir, Meðlæti

A7

Þegar við vorum í San Francisco í fyrra haust þá fórum við á matartrukkakvöld þar sem var ógrynni af matartrukkum sem seldu allt frá crème brûlée til porkbelly borgara. Porkbelly borgararnir voru svo svakalega góðir að við höfum eiginlega ekki getað náð þeim úr huga okkar síðan og höfum alltaf ætlað að reyna að gera þá heima. Á laugardagskvöldið síðasta áttum við svo von á vinum okkar í mat og vorum ótrúlegt en satt ekki búin að ákveða hvað við ætluðum að gefa þeim að borða þegar klukkan var farin að ganga sex. Það voru því góð ráð dýr og þegar Gunnar stakk upp á porkbelly borgurum þá þurfti hann sko ekki að sannfæra mig.

Við brunuðum í Hagkaup þar sem við fengum vænt stykki af svínasíðu sem var enn með puru og rifbeinum sem þurfti að fjarlægja. Eftir að hafa snyrt svínasíðuna til þá hökkuðum við hana og pössuðum að hafa hakkið nógu feitt. Auðvitað væri hægt að gera borgara úr svínahakki (og það hef ég gert) en þeir eiga það til að verða of þéttir í sér og þurrir því kjötið er einfaldlega ekki nógu feitt.  Þannig að þessir borgarar eru vel feitir og djúsí en ég lofa því að það er einmitt það sem gerir það svona góða.

A2

A1

A4

A3

A5

A6

A8

Svínasíðuborgari með epla- og fennel hrásalati
Fyrir 4

Í hrásalatið:

1 epli
1 lítill fennelhaus
1 rauður chili, smátt saxaður
1 lime, rifinn börkurinn og safinn,
Lúkufylli ferskt kórendar, frekar smátt saxað
180 g sýrður rjómi (1 dós)
1 msk dijon sinnep
Salt og pipar

Í borgarana:

900 g svínasíða (án puru og beina)
1 msk hvítlauksduft
1/2 msk sjávarsalt
1 tsk pipar

Að auki:

1 bolli BBQ sósa (ég notaði sósu frá Hrefnu Rósu Sætran sem var virkilega góð)
6 vorlaukar, smátt saxaðir
Hamborgarabrauð

Rífið epli og fennel niður í ræmur (fljótlegast er að gera þetta í matvinnsluvél). Setjið chili, rifinn limebörk, limesafa, kóreander, sýrðan rjóma og dijon sinnep saman við. Blandið öllu vel saman og saltið og piprið eftir smekk.

Takið puruna og rifbeinin af svínasíðunni ef við á. Hakkið svínasíðuna niður í frekar gróft hakk. Setjið hvítlauksduft, sjávarsalt og pipar saman við hakkið og blandið öllu virkilega vel saman með höndunum. Mótið hakkið í fjóra stóra borgara og saltið þá og piprið.

Grillið borgarana á miðlungsheitu grilli. Athugið að það getur lekið fita af borgurunum í grillið svo ef þið eruð með plötu á grillinu þá gæti verið sniðugt að færa þá þangað. Þegar borgararnir eru nánast gegnsteiktir þá skuluð þið pensla þá vandlega með bbq sósu. Það má alveg pensla borgarana nokkrum sinnum þar til þeir eru tilbúnir.

Hitið hamborgarabrauðin á grillinu. Setjið borgara á hvert hamborgarabrauð, þá hrásalat, næst vorlauk og að lokum meira af bbq sósu.

Advertisements
, , , , , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Svínasíðuborgari með epla- og fennel hrásalati”

 1. kristjanagudjonsdottira Says:

  Naaamm þetta var svo gott! Mig langaði svo að prófa að gera svona að ég var í alvöru farin að skoða hamborgarapressur strax um helgina haha. Því, þú veist, þeir verða líka að vera svona fullkomnir í laginu eins og á Holtinu ;)

  Reply

 2. kristjanagudjonsdottir Says:

  Í alvöru? En…en en en, þeir voru allir jafn stórir og jafn þykkir og fínir í laginu. Mínir verða alltaf skelfilega ljótir (sem skiptir svo sem engu) og rosalega misstórir (sem er öllu verra) þegar ég reyni að gera mína eigin borgara :P

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Þú getur allavega dílað við “misstærðina” (gott orð) með því að vigta hakkið í borgarana og ég bara trúi ekkert að þeir séu ljótir hjá þér :D

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: