Þorskur með kirsuberjatómötum og hvítlauki

02/04/2013

Aðalréttir

A1

Það verður að viðurkennast að það var frekar erfitt að vakna í morgun og drattast af stað í vinnuna eftir þetta æðislega páskafrí. Það bætti ekki úr skák að við enduðum páskana á því að kíkja á Kalda bar í gærkvöldi til að hitta vini sem búa í Brussel og fórum fyrir vikið allt of seint að sofa. Það var samt svo gaman að hittast og spjalla að það var vel þess virði að vera pínu syfjuð fram eftir morgni.

kaldi

Við borðuðum auðvitað allt of mikið af kjöti og kartöflum og rjómasósum um páskana svo það var alveg kominn tími á að núllstilla kerfið í dag. Ég var farin að þrá eitthvað létt og ferskt og þar sem pabbi gaf okkur æðislegan þorsk um daginn þá lá beinast við að elda hann. Þessi réttur er fljótlegur, auðveldur og virkilega bragðmikill. Ég bar fiskinn fram með kúskús sem ég bragðbætti með ólífuolíu, sítrónusafa, rauðlauki, chili og hrúgu af fersku basil. Þetta var algjörlega það sem þurfti eftir allt ofátið!

A2

A3Þorskur með kirsuberjatómötum og hvítlauki
Fyrir 2

400 g þorskur (eða annar hvítur fiskur)
1 askja kirsuberjatómatar (u.þ.b. 20 stk)
1 hvítlaukshaus (u.þ.b. 10 rif)
1 sítróna, rifinn börkurinn og safinn af helmingnum
2 msk jómfrúrolía
Salt og pipar

Hitið ofninn í 200° C.

Fjarlægið roðið af fiskinum og skerið hann svo niður í frekar stór stykki. Setjið til hliðar.

Takið hvítlaukshausinn í sundur en haldið rifjunum í hýðinu sínu. Setjið þau í eldfast mót ásamt kirsuberjatómötunum, fínt rifnum sítrónuberkinum, 1 msk af jómfrúrolíu og pipar. Blandið öllu vel saman og bakið í ofninum í u.þ.b. 20 mínutur eða þar til hvítlaukurinn er orðinn mjúkur.

Takið eldfasta mótið úr ofninum. Setjið fiskinn ofan á tómatana og hvítlaukinn. Saltið og piprið allt saman lauslega og setjið svo afganginn af ólífuolíunni yfir ásamt safanum af hálfri sítrónunni. Setjið allt saman aftur inn í ofn í u.þ.b. 10-15 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.

Berið fram með kúskúsi eða salati. Kreistið hvítlaukinn úr hýðinu og borðið hann með fiskinum.

 

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Þorskur með kirsuberjatómötum og hvítlauki”

  1. Anna Ósk Óskarsdóttir Says:

    Það er fanta gaman að lesa um kræsingarnar sem eru að boðstólum hjá þér. Og ekki skemmir fyrir að þú ert svo skemmtilegur penni.

    Reply

  2. Fjóla Dögg Says:

    Þetta var í matinn í kvöld. Reyndar léttsaltaður þorskur, en geðveikt gott. Takk fyrir okkur :)

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: