Smurbrauð með laxi og rjómaosti

01/04/2013

Brauð, Léttir réttir

B6

Þetta eru búnir að vera rólegaustu páskar sem ég man eftir. Sofa út, sitja upp í sófa með tónlist og blað, fara út að hreyfa mig aðeins, horfa á mynd, fara í matarboð. Þetta hefur verið afskaplega afslappandi og þó ég sé kannski ekki alveg tilbúin í að byrja rútínuna aftur á morgun þá verður það eflaust ágætt líka.

Við fáum okkur stundum brauðsneið með rjómaosti og reyktum laxi í hádeginu á rólegum helgardögum og það gerðum við einmitt núna um daginn. Þetta er engin sérstök uppskrift því þessu er bara raðað saman en ef hráefnið er gott þá er þetta æðislega bragðgott. Lúxus án fyrirhafnar.

Í þetta sinn fórum við í Mosfellsbakarí og keyptum filone brauð sem ég mæli eindregið með en það má líka nota beyglur eða eitthvað annað. Eina trikkið mitt í þessu er að þeyta rjómaostinn til að gera hann léttari í sér. Ég set hann bara í litlu matvinnsluvélina mína og leyfi henni að snúast í nokkra hringi og þá verður osturinn miklu mýkri og léttari. Í þetta sinn notaði ég léttan rjómaost frá Philadelphia en stundum þeyti ég saman venjulegan íslenskan rjómaost og sýrðan rjóma.

B3

B4

B5

B7

Smurbrauð með reyktum laxi og rjómaosti

Brauð
Rjómaostur
Reyktur lax
Rauðlaukur, smátt saxaður
Capers
Svartur pipar

Skerið brauðið í sneiðar. Setjið rjómaostinn í matvinnsluvél og þeytið hann lítillega (eða notið handþeytara) og setjið svo duglega af honum á brauðið.

Sneiðið laxinn þunnt og leggið ofan á rjómaostinn. Setjið rauðlauk og Capers yfir og myljið svo svartan pipar ofan á.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: