Eplakaka með saltaðri karamellusósu

31/03/2013

Kökur, Uncategorized

A3

Gleðilega páska! Við tókum forskot á páskana í gær og borðuðum páskamat heima hjá mömmu og pabba á Akranesi. Við eyddum öllum deginum uppfrá í rólegheitum og það var rosalega notalegt að slaka á í kyrrðinni. Mamma eldaði stóran hamborgarhrygg ofan í fjölskylduna og notaði uppskrift frá Eldhússögum. Það er skemmst frá því að segja að hryggurinn var alveg æðislegur og ég efast um að ég hafi nokkurntíma fengið safaríkari hamborgarhrygg. Ég mæli því heilshugar með þessari uppskrift og mamma líka :)

Ég tók að mér að sjá um eftirréttinn og verð að viðurkenna að ég skipulagði hann allan í kringum það að ég gæti notað nýja fína bökunarformið mitt sem ég keypti úti í Bandaríkjunum rétt áður en við fluttum heim. Mér finnst þetta form alveg dásamlega fallegt og það besta er að það myndar svo mikið yfirborð á kökunni sem verður gyllt og bragðmikið og æðislegt. Auðvitað er hægt að nota venjulegt form með gati í miðjunni en ef formið er alveg heilt þá þarf mögullega að breyta bökunartímanum. Kakan er mjög góð en heita karamellusósan setur algjörlega punktinn yfir i-ið. Syndsamlega gott!

A1

A2

A4

A7

A6

Eplakaka með saltaðri karamellusósu

Í kökuna:

3 bollar hveiti
1 msk kanill
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 1/3 bolli grænmetisolía
2 bollar sykur (ég notaði 1 bolla hvítan sykur og 1 bolla pálmasykur)
3 stór egg
U.þ.b. 3 epli skorin í litla teninga (3 bollar)
1 tsk vanilluextrakt
Bökunarspray (PAM t.d.)

Í karamellusósuna:

1 bolli sykur
1/8 tsk cream of tartar
65 g smjör, skorið í teninga
1/2 bolli rjómi
1 tsk sjávarsalt í flögum

Til að gera kökuna:

Hitið ofninn í 175°C.

Sigtið saman hveiti, kanil, matarsóda og salt.

Þeytið olíu, egg og sykur saman á háum hraða í hrærivél (eða með handþeytara) þar til blandan er orðin ljós og þykk og sykurinn er farinn að leysast upp. Bætið þurrefnunum þá saman við og hrærið þannig að rétt blandist saman.

Bætið eplum og vanillu saman við og blandið saman með sleikju þannig að eplin séu dreifð um deigið.

Úðið bökunarsprayinu vandlega yfir bökunarformið og hellið deiginu svo í það. Jafnið deigið og berjið forminu nokkrum sinnum í borðið svo deigið fari ofan í hverja glufu.

Bakið kökuna í 60-80 mínútur eða þar til prjónn sem er stungið í miðja kökuna kemur hreinn út. Fjarlægið úr ofninum og leyfið kökunni að kólna vel áður en henni er hvolft úr forminu. Sigtið flórsykur yfir kökuna og berið fram með heitu karamellusósunni og þeyttum rjóma.

Til að gera karamellusósuna:

Þeytið sykur, cream of tartar og 3 msk vatn saman í potti með háum hliðum. Færið þetta upp að suðu á nokkuð háum hita og hrærið til að leysa sykurinn upp.

Leyfið blöndunni að sjóða rólega án þess að hrært sé í henni þar til hún er farinn að brúnast lítillega. Notið þá hitaþolna sleikju til að hræra snöggt í blöndunni til að tryggja að hún brúnist jafnt. Hrærið öðru hvoru í blöndunni þar til hún er orðinn hunangslituð. Lækkið þá hitann og leyfið henni að malla áfram þar til hún er orðin dökkgullinbrún. Passið ykkur að koma aldrei við karamelluna á meðan á þessu stendur því hún er svakalega heit.

Fjarlægið karamelluna af hitanum og þeytið smjörinu varlega saman við. Blandan mun sjóða mjög harkalega við þetta en haldið áfram að hræra í henni og blandið nú rjómanum og sjávarsaltinu saman við.  Leyfið sósunni að kólna aðeins í pottinum og hellið henni svo í litla skál.

Uppskriftin að kökunni er lítillega aðlöguð frá Mörthu Stewart en uppskriftin að karamellusósunni er úr Bon Appétit frá janúar 2013.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Eplakaka með saltaðri karamellusósu”

  1. Nanna Says:

    Ómæ! Hvílík fegurð. Ég verð að fara að kaupa mér bundtform og baka þessa!

    Reply

  2. Krissa Says:

    Epli, söltuð karamellusósa OG ÞESSI fegurð. Ég verð að prófa þessa! :)

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: