Crostini með mozzarella, chili og sítrónu

27/03/2013

Brauð, Léttir réttir

B2

Við ætluðum að hengja sjónvarpið okkar upp í stofunni í síðustu viku en þar sem fjórar hendur dugðu ekki til þá mútuðum við bróður mínum til að koma með hendurnar sínar og hjálpa okkur. Í staðinn buðum við honum í mat og átti þetta að vera frekar góður díll fyrir hann því við héldum að þetta yrði ekkert mál. Að sjálfsögðu varð þetta þvert á móti alveg hræðilegt vesen og við vorum við það að bugast gjörsamlega þegar tengdapabbi og félagi hans mættu og redduðu málunum. Það sýndi sig þá hversu mikilvægt er að hafa réttu verkfærin og ætti maður eflaust að reyna að draga einhvern lærdóm af því. Það dugir víst ekki alltaf að hafa bjartsýnina eina að vopni þó hún fleyti manni oft langt.

Allt vesenið varð til þess að maturinn fór eiginlega fyrir ofan garð og neðan hjá okkur. Aðalréttinn gleyptum við í okkur og desertinn var aldrei borinn á borð (en mér finnst hugmyndin að honum enn svo góð að þið sjáið hann eflaust hér fyrr en varir). Sem betur fer hóf ég kvöldið á því að bera fram þessi litlu crostini sem veittu okkur orku áður en sjónvarpsgeðveikin byrjaði. Gríðarlega einfalt og gott!

B1

B3

Crostini með mozzarella, chili og sítrónu
12-16 stk.

1 baguette
Jómfrúrolía
1 hvítlauksrif
250 g ferskur mozzarella ostur
1 rautt chili, fínt saxaður
Rifinn sítrónubörkur af 1 sítrónu
Salt og pipar

Hitið ofninn í 200°C.

Skerið baguette í frekar þunnar sneiðar, raðið þeim á bökunarplötu og setjið smávegis af jómfrúrolíu yfir. Bakið í ofninum þar til brauðið er farið að brúnast aðeins en þó ekki brenna.

Skerið hvítlauksrifið í tvennt og nuddið helmingunum eftir heitu brauðinu.

Rífið mozzarella ostinn í búta með höndunum og setjið á brauðsneiðarnar. Dreifið chili og sítrónuberki yfir ostinn. Setjið smávegis af jómfrúrolíu yfir hverja brauðsneið og að lokum nýmulinn pipar og sjávarsalt.

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

Trackbacks/Pingbacks

  1. Nutella- og perubaka | Lúxusgrísirnir - 18/04/2013

    […] með það í maganum að gera böku með Nutella og perum og ætlaði að láta verða af því sjónvarpsfíaskókvöldið mikla en þar sem það fór allt í rugl þá varð ekkert úr því. Ég lét svo loksins vaða um […]

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: