Nutella muffins

24/03/2013

Kökur, Uncategorized

A1

Þá er enn einu sinni komið sunnudagskvöld og ég sit hér og reyni að forðast það að fara að sofa til að nýta helgina nú örugglega til fulls. Helgin var frekar róleg en þó viðburðarík en það er einmitt þannig sem mér finnst helgar eiga að vera. Við kíktum aðeins út á lífið, fórum í mat til foreldra og tengdaforeldra og tókum upp úr kössum (það fer vonandi að sjá fyrir endann á þeirri skemmtun). Mesta afrekið var þó óneitanlega að klára ameríska skattframtalið sem okkur þótti yfirþyrmandi verkefni en var síðan ekki svo flókið þegar á hólminn var komið. Það er allavega mikill léttir að hafa komið því frá.

Þessi sunnudagur byrjaði nokkuð snemma en bróðir hans Gunnars kom hingað klukkan hálftíu til að fá smá aðstoð með forritunarverkefni. Ég fékk þá flugu í höfuðið að baka muffins handa strákunum og þar sem ég átti stóra krukku af Nutella í ísskápnum þá urðu þær að Nutella muffins. Þegar ég var búin að koma kökunum fyrir í formin og hrúga Nutella ofan á þær þá sá ég að ég gæti ekki með góðri samvisku látið þær ofan í mig án þess að vinna aðeins fyrir þeim. Ég skellti mér því í hlaupagallann og tók einn hring í góða veðrinu. Það var alveg dásamlegt að hlaupa meðfram sjónum í sólskininu og ég get sko lofað því að klístraðar kökurnar brögðuðust mun betur eftir hlaupatúrinn.

A3

Nutella muffins
10 muffins

175 g mjúkt smjör
3/4 bolli pálmasykur (eða venjulegur sykur)
3 egg
1 3/4 bolli hveiti
2 tsk lyftiuduft
10 kúfaðar tsk Nutella

Hitið ofninn í 160°C.

Setjið smjör, sykur, egg, hveiti og lyftiduft í skál og blandið saman með handþeytara (eða notið hrærivél) þar til deigið er orðið jafnt. Deigið verður mjög þykkt.

Setjið muffins pappír eða bökunarpappír í muffins bökunarform úr málmi. Fyllið formin nokkuð vel og setjið svo kúfaða teskeið af Nutella ofan á hverja köku. Notið hníf til að hræra Nutellanu aðeins saman við deigið.

Bakið í 20-25 mín.

Athugasemdir: 

Þessar kökur eru þéttar í sér og klístraðar en það er einmitt það sem mér finnst svo gott við þær. Ég bakaði þær bara í 20 mínútur en ef þið viljið hafa þær aðeins minna klístraðar þá mætti baka þær aðeins lengur.

Uppskriftin er aðlöguð frá “Peanut Butter Cupcakes” úr bókinni Modern Classics Book 2 eftir Donnu Hay.

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

One Comment on “Nutella muffins”

  1. helenagunnarsd Says:

    Ó guð.. þetta er komið á to do listann fyrir helgina ;)

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: