Fiskisúpa með fennel og saffran

A1

Seinnipart fimmtudags spurði ég Gunnar einu sinni sem oftar hvað hann langaði að borða í kvöldmat. Yfirleitt vefst þetta dálítið fyrir okkur en í þetta sinn stóð ekki á svarinu. “Súpu… fiskisúpu!”. Ekki veit ég hvaðan þetta kom hjá honum þar sem ég hef aldrei á ævinni eldað fiskisúpu en þar sem mér fannst þetta góð hugmynd þá gat ég nú ekki annað en látið vaða.

Ég fór af stað í búðina með hugmynd í kollinum en eins og gengur og gerist þá fékkst ekki allt sem mig vantaði í búðinni. Það er efni í heila nöldurfærslu að ergja mig á því hvernig ég þarf nánast í hvert einasta skipti að endurhugsa matinn af því (að mér finnst) sjálfsagðir hlutir eru ekki til í matvörubúðum sem eiga þó að þykja agalega fínar og flottar. Ég ætla samt ekkert að fara nánar út í þá sálma :) Ég endaði sem sagt á því að hugsa þetta upp á nýtt í búðinni en niðurstaðan var engu að síður alveg frábær. Súpan er fíngerð og létt en samt með afgerandi bragði sem er alls ekki “fishy”. Gunnar fyllti þrisvar á diskinn og sleikti út um allan hringinn svo ég hlýt að hafa staðist áskorunina.

A6

Fiskisúpa með fennel og saffran
Fyrir 4

1/2 tsk saffran
1 msk ólífuolía
1 sellerístilkur, saxaður
1 rauð paprika, söxuð
1/2-1 chili, fræhreinsaður og smátt saxaður
1 rauðlaukur, saxaður
6-8 stór hvítlauksrif (eða 2 geiralausir hvítlaukar), smátt saxaður
3 tsk fennelfræ
1 sítróna, börkur og safinn
Skvetta af vermút eða þurru hvítvíni
1,25 l vatn
250 ml matreiðslurjómi
2 msk fiskikraftur í duftformi
1/2 msk agavesýróp (eða 1/2 msk sykur)
1 msk dijon sinnep
Sósujafnari
Salt og pipar eftir þörfum
1 kg blálanga (eða annar hvítur fiskur)

Setjið saffran í u.þ.b. 200 ml af vatni og leyfið því að standa í nokkrar mínútur.

Hitið ólífuolíu í þykkbotna potti á miðlungshita. Setjið sellerí, papriku, chili, rauðlauk, hvítlauk og fennelfræ í pottinn og steikið þar til grænmetið er farið að mýkjast án þess að það brúnist.

Rífið börkinn af sítrónunni út í pottinn og setjið svo skvettu af vermút út á. Leyfið áfenginu að gufa dálítið upp og bætið svo vatni, matreiðslurjóma, fiskikrafti, agavesýrópi og dijon sinnepi út í. Látið að lokum saffran út í ásamt vökvanum sem það lá í. Leyfið súpunni að malla í 10-15 mínútur, smakkið hana og bragðbætið með sítrónusafa, salti og pipar. Þykkið súpuna lítillega með sósujafnara eða hveitijafningi og leyfið henni svo að malla í nokkrar mínútur í viðbót.

Skerið fiskinn niður í stóra munnbita og setjið hann út í súpuna. Leyfið fiskinum að eldast í súpunni í u.þ.b. 5 mínútur og berið hana svo fram.

Athugasemdir:

Ég notaði fiskikraft frá Oscar sem kemur í svörtum plastdósum. Hann er ekki mjög saltur svo ef þið ætlið að nota aðra tegund af krafti þá mæli ég með að þið bætið honum ekki öllum út í í einu og smakkið ykkur áfram.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: