Pylsusamloka Frú Laugu

13/03/2013

Aðalréttir, Brauð

A1

Ég var að enda við að gera bestu samloku í heimi. Vanalega myndi ég vera hógvær og segja að hún hefði heppnast ágætlega en málið er bara að hún er best í heimi og það eru einu orðin sem hæfa henni. Hógværð smógværð. Nei málið er nú bara að það að gæði samlokunnar voru alls ekki mér að þakka heldur var hráefnið svo frábært að það var bara ekki hægt að klúðra þessu.

Þetta byrjaði allt með því að ég fór í Frú Laugu því þau auglýstu að það væru komnar blóðappelsínur í hús. Blóðappelsínur = blóðappelsínumargarítur og blóðappelsínumargarítur = hamingjusöm Kristín. Svo ég dró Gunnar með mér í Frú Laugu að kaupa blóðappelsínur. Þegar þangað var komið komum við hins vegar fljótlega auga á tvennt. Ferskar merguez pylsur og girnilegustu súrdeigsbaguette sem ég hef augum litið. Við gripum þetta með græðgisglampa í augum og bættum svo við íslensku klettasalati og tómötum.

A2

A3

Pylsurnar eru gerðar úr kjöti af gráum lömbum sem Ólafur Elíasson myndlistarmaður ræktar í Arnarfirði (í alvöru) og eru mildari útgáfa af hinum norður afrísku merguez pylsum sem vanalega eru frekar sterkar. Þær eru æðislega góðar. Súrdeigsbrauðið kemur frá Ásgeiri Sandholt og það er gullfallegt, með góðri skorpu og er mjúkt og bragðgott.  Það þarf ekkert meira en tómata, salat og létta sósu til að búa til samloku þegar aðalhráefnið er svona svakalega gott.

A4

A5

(PS. Ég keypti auðvitað líka blóðappelsínur enda færi ég ekkert að gleyma margarítunum. Úff nei.)

Pylsusamloka Frú Laugu
Gerir 4 samlokur

70 g 10% sýrður rjómi
70 g rjómaostur
1 kúfuð tsk dijon sinnep
1 msk jómfrúrolía + meira til að dreifa yfir
1/2 tsk cumin
Maldon salt og pipar (u.þ.b. hálf tsk af hvoru)
3 merguez pylsur (eða aðrar kryddaðar pylsur)
1 súrdeigsbaguette (eða venjulegt baguette)
2 tómatar, skornir í sneiðar
2 handfyllir af klettasalati

Setjið sýrðan rjóma, rjómaost, dijon sinnep, jómfrúrolíu, cumin, salt og pipar í litla matvinnsluvél. Setjið vélina í gang svo allt maukist saman. Ef þið eigið ekki matvinnsluvél má líka setja þetta í skál og nota svo handþeytara til að þeyta þetta saman.

Setjið smá ólífuolíu á pönnu og hitið hana vel. Ef pylsurnar eru bundnar saman á endunum skerið þær þá í tvennt áður en þær eru settar á pönnuna. Steikið þær þar til þær eru orðnar vel brúnar en ekki alveg steiktar í gegn. Takið þær þá af pönnunni og skerið þær langsum (þannig að þær verði með húð aðeins á annari hliðinni) og setjið svo aftur á pönnuna með sárið niður. Steikið þar til þær eru orðnar gegnsteiktar.

Skerið baguette niður í fjóra búta og helmingið svo hvern þeirra. Setjið vel af sósu á annan helminginn og sáldrið smá jómfrúrolíu á hinn helminginn. Setjið klettasalat ofan á brauðið með sósunni, þarnæst tómata og að lokum pylsurnar (þrjá pylsubúta í hverja samloku). Setjið lokið á og borðið með höndunum svo sósan leki niður á höku. Namm!

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

6 Comments on “Pylsusamloka Frú Laugu”

 1. helenagunnarsd Says:

  En girnilegt! Frú Lauga er svo mikil snilldarbúð með svo æðislegar vörur.. Það þarf einmitt ekki að vera flókið þegar hráefnið er svo gott :)

  Reply

 2. Ásdís Says:

  Villtist hingað inn frá Eldað í Vesturheimi og er mjög hrifin! Íslenskar merguez pylsur, það þyrfti minn franski maður að smakka. Geri mér ferð til Frú Laugu næst þegar við erum á Íslandi :)

  Reply

 3. Fjóla Says:

  Hvad med ad setja inn blódappelsínu margarítu uppskriftina?

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Það væri góð hugmynd ef það hefði orðið einhver blóðappelsínumargaríta! Blóðappelsínurnar voru með allra fölasta móti og triple sec-ið mitt reyndist vera á flakki svo þetta varð eiginlega bara tequila með appelsínu og lime. Það var reyndar ekki slæmt en nær því varla að vera margaríta ;)

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: