Bananabrauð með jómfrúrolíu og hlynsýrópi

06/03/2013

Brauð, Kökur

A5

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að veðrið hefur verið frekar leiðinlegt í dag.  Sem betur fer tók ég þá ákvörðun að halda mig heima enda algjör óþarfi að ana út í óveðrið þegar ég er vel nettengd heima og get unnið þaðan. Ég verð að viðurkenna að það er búið að vera ósköp notalegt að sitja hérna á náttfötunum vitandi það að ég þarf ekkert að fara út á meðan ég fylgist með fólki berjast í gegnum ófærðina fyrir utan gluggann.

Þegar ég var að ganga frá eftir hádegismatinn þá rak ég augun í tvo ósköp auma banana sem voru að syngja sitt síðasta og hugsaði með mér að ég ætti kannski að nota þá í bananabrauð. Ef það er eitthvað sem er fullkomið að baka á köldum vetrardegi þá er það bananabrauð því það er eitthvað svo heimilislegt og einfalt en um leið svo æðislega gott. Það var mjög heppilegt að Tracy skrifaði um gríðarlega athyglisvert bananabrauð í fyrradag sem mig langaði virkilega til að prófa. Vandamálið var hins vegar að það hefur ekkert verið fyllt á bakstursbirgðir heimilisins frá því að við fluttum heim svo mig vantaði alveg helling af því sem var í uppskriftinni. Þessi bakstur þurfti að fara fram hratt og örugglega og án búðarferðar svo ég endaði á að breyta uppskriftinni talsvert mikið og var alveg sérstaklega ánægð með útkomuna. Brauðið var mjúkt með góðri skorpu, hæfilega sætt og með smá möndlukeim sem setti algjörlega punktinn yfir i-ið. Það besta var að það tók innan við 10 mínútur að koma því inn í ofn :)

A4

A2

Bananabrauð með jómfrúrolíu og hlynsýrópi

1 1/2 bolli hveiti
3 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1/4 tsk engifer
1/4 tsk múskat
1/2 bolli jómfrúrolía
1/4 bolli hrásykur (eða hvítur sykur)
1/2 bolli hlynsýróp
1/2 tsk möndludropar
2 egg
2 bananar (350 g), maukaðir
1/4 bolli léttmjólk

Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið ílangt bökunarform vel og vandlega og setjið svo bökunarpappír í botninn þannig að hann standi upp úr löngu hliðunum. Þetta gerir það mjög auðvelt að ná brauðinu úr bökunarforminu.

Blandið hveiti, lyftidufti, salti, engifer og múskati vel saman með píski og setjið til hliðar.

Blandið jómfrúrolíu og sykri saman í stórri skál og bætið svo hlynsýrópinu og möndludropunum saman við. Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og hrærið vel saman á milli. Hrærið banönunum saman við og að lokum mjólkinni. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið snöggt saman þar til allt er rétt svo blandað. Ekki hræra of mikið.

Hellið deiginu í bökunarformið og setjið það svo inn í ofn. Bakið í 50-60 mínútur eða þar til tannstöngull sem er stungið í brauðið kemur hreinn út. Fjarlægið brauðið úr ofninum og leyfið því að kólna í bökunarforminu í u.þ.b. tíu mínútur. Lyftið brauðinu úr bökunarforminu með því að taka í bökunarpappírinn og leyfið því að kólna. Tjah eða verið óþolinmóð eins og ég og borðið það strax heitt með miklu smjöri!

Uppskriftin er mikið breytt frá Maple Olive Oil Banana Bread á Shutterbean.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Bananabrauð með jómfrúrolíu og hlynsýrópi”

 1. helenagunnarsd Says:

  En girnilegt ! (Klárlega girnilegra hjá þér en Shutterbean) ;) Sannarlega útgáfa af banabrauði sem ég væri til í að prófa.

  Reply

 2. zbiornik Says:

  Does your site have a contact page? I’m having a tough time locating it but, I’d like to shoot you an email.
  I’ve got some suggestions for your blog you might be interested in hearing. Either way, great blog and I look forward to seeing it improve over time.

  Reply

Trackbacks/Pingbacks

 1. Vikulok | Eldað í Vesturheimi - 24/03/2013

  […] er með þetta bananabrauð sem ég sá hjá Kristínu Gróu á […]

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: