Hveitilaus súkkulaði- og rjómaostsmarmarakaka

04/03/2013

Kökur

A3Ég hélt saumaklúbb í síðustu viku og notaði auðvitað tækifærið til að baka köku sem ég hafði lengi haft augastað á. Ég réttlætti kökuna algjörlega með því að ég ætlaði að gefa stelpunum súpu á undan en svo endaði súpan reyndar á því að verða aðeins meiri bomba en ég ætlaði. Úbbs.  Ég ætla að segja ykkur frá súpunni seinna en ég var ansi ánægð með hana þó hún væri ekki beint léttmeti.

Já en aftur að kökunni. Hvað gerist þegar maður tekur hveitilausa súkkulaðiköku eins og þær gerast bestar og hellir svo rjómaostsblöndu yfir hana? Það verður til kaka sem er bæði súkkulaðikaka og ostakaka í senn og er svo syndsamlega góð að maður veit eiginlega ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Hún er nefnilega svo æðislega góð en um leið svo svakaleg að það er erfitt að réttlæta hana nema stöku sinnum. Ég mæli með að þið finnið ykkur fljótt tækifæri til að baka köku því þessi þarf að fara inn fyrir ykkar varir :)

A4

A6

Hveitilaus súkkulaði- og rjómaostsmarmarakaka

Í rjómaostsblönduna:

225 g hreinn rjómaostur
2/3 bolli hvítur sykur
1 stórt egg
1 tsk vanilluextrakt

Í súkkulaðideigið:

300 g 70% súkkulaði
150 g smjör, skorið niður í bita
3 stór egg
1/3 bolli hvítur sykur
1 msk dökkt romm eða espressó (ég notaði romm)
1 tsk vanilluextrakt
1/4 tsk salt

Hitið ofninn í 150°C. Smyrjið hringlaga smelluform vandlega og setjið bökunarpappír í botninn á því.

Rjómaostsblandan:

Setjið rjómaostinn í miðlungsstóra skál og þeytið með handþeytara þar til hann er orðinn mjúkur og jafn. Bætið sykrinum út í og blandið saman þar til mjúkt og slétt. Bætið egginu og vanillunni út í og þeytið þar til allt er rétt blandað saman.

Súkkulaðideigið:

Bræðið súkkulaðið og smjörið saman yfir vatnsbaði þar til blandan er orðin alveg slétt og allt er bráðið. Setjið til hliðar og leyfið að kólna niður í stofuhita. Notið hrærivél eða handþeytara til að þeyta eggin, sykurinn, rommið eða espressóið, vanilluna og sykurinn saman. Gerið þetta á hæsta hraða og þeytið í 3-4 mínútur eða þar til blandan er föl og þykk. Minnkið hraðann og hrærið súkkulaði- og smjörblöndunni vandlega saman við.

Sameinið og bakið:

Dreifið u.þ.b. helmingnum af súkkulaðideiginu í botninn á smelluforminu. Skiptist á að setja skeið af rjómaostsblöndunni og súkkulaðideiginu ofan á. Rennið hnífi lauslega eftir deiginu til að búa til marmaraáferð. Skellið smelluforminu nokkrum sinnum á borðið til að jafna deigið.

Bakið í u.þ.b. 40-42 mínútur eða þar til tannstöngull sem er stungið í kökuna kemur út klístraður en ekki blautur. Látið kökuna kólna og hvolfið henni svo á disk. Takið bökunarpappírinn af botninum og sigtið dökkt kakó yfir  hann. Þetta auðveldar það að skera kökuna. Hvolfið aftur á disk þannig að marmarinn snúi upp,. Berið fram með þeyttum rjóma.

Uppskriftin er fengin frá Fine Cooking og nefnist Flourless Chocolate & Vanilla Marble Cake.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Hveitilaus súkkulaði- og rjómaostsmarmarakaka”

  1. Heiða Halls Says:

    Syndsamlega góð er algjörlega rétta orðið! Hún var alveg mögnuð þessi kaka, Kosturinn er líka sá að maður þarf ekki mikið af henni, þetta er svoddan bomba :)
    Súpan var líka æði og brauðið! Takk fyrir mig ;)

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: