Hitt og þetta frá Kanada

19/02/2013

Daglegt líf, Ferðalög

necklaceÞað er nú meira flandrið á mér alltaf hreint. Ég er ekki fyrr flutt heim til Íslands en ég er send alla leið til Kanada og það er einmitt þaðan sem ég skrifa þetta. Ég kom til Winnipeg upp úr hádegi eftir frekar langt og þreytandi ferðalag í gegnum Boston og Minneapolis svo ég er satt að segja dálítið vönkuð. Winnipeg virðist ágætur staður við fyrstu sýn og þó ég hefði vissulega viljað nýta daginn í að kynna mér borgina þá er það frekar erfitt því hitastigið er aðeins -21°C! Ég veit ekki með ykkur en mér finnst það fullkalt til að vera á vappi.

Vinnufélaga minn vantaði millistykki fyrir tölvuna svo ég „fórnaði mér” í það að fara með honum í mollið áðan. Við tókum strætó enda ekki nokkur glóra að labba neitt og þó við stoppuðum ekki lengur en svo að við gátum notað skiptimiðann á bakaleiðinni þá tókst mér auðvitað að versla mér aðeins pínku smá. Ég keypti fína hálsmenið sem myndin er af og svo stóðst ég auðvitað ekki mátið að fara í Sephora. Ég var samt ósköp pen þar og keypti mér bara einn varalit (no. 13) og einn augnblýant (no. 19) úr Sephora línunni. Ég var næstum því búin að kaupa mér skó en sýndi gríðarlega sjálfstjórn og gekk í burtu frá þeim enda hefði ég líklega þurft að láta athuga mig eitthvað ef ég hefði komið heim með enn eitt skóparið.

Hvað fleira? Ég notaði flugin til að lesa þrjú ný matarblöð sem eru hvert öðru girnilegra og ég mæli heilshugar með ef þið getið nálgast þau. Bon appétit er líklega uppáhalds matarblaðið mitt og nýjasta tölublaðið er dásamlegt (ég væri mikið til í forsíðusúpuna akkúrat núna í kuldanum). Ég var búin að lesa um sérstaka pastaútgáfu Gourmet og láta mig dreyma um innihaldið svo ég greip blaðið um leið og ég sá það (og það olli mér ekki vonbrigðum). Síðast en ekki síst þá keypti ég nýjasta Jamie Oliver blaðið í Eymundsson fyrir brottför og þar eru heilmargar uppskriftir sem mig langar að prófa (númer eitt á þeim lista er nautatungusamloka sem ég MUN gera þó hún taki viku í undirbúningi).

Það er allt og sumt í bili en það er aldrei að vita nema ég lendi í miklum og merkilegum ævintýrum hérna í Winnipeg sem verða þess virði að segja frá. Öllu líklegra er að ég sjái bara fisk og slor en maður verður að vona það besta :)

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

6 Comments on “Hitt og þetta frá Kanada”

 1. Krissa Says:

  Nú er ég forvitin, hvað gerir maður við nautatunguna í heila viku til að undirbúa slíka unaðssamloku? :)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Maður lætur hana liggja í saltpækli í fimm daga og svo þarf hún að eldast í fjóran og hálfan tíma eftir það. Þetta er lítil vinna en tekur mikinn tíma. Ég held samt að samlokan hljóti að vera biðarinnar virði :)

   Reply

 2. kristjanagudjonsdottir Says:

  Og viltu í gvöööðanna bænum klæða þig vel í þessum kulda. Heitfengnin hefur líklega lítið að segja í -21°C :/

  Og já, ég bið afskaplega vel að heilsa öllum (ofur fjarskyldum) V-íslenskum ættingjum mínum í Winnipeg haha

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Ég er sko með þykka úlpu, loðhúfu, skinnlúffur, trefil, angóruullarsokka, ullarbol og föðurland! Mér verður mögulega kalt á nefinu en annars held ég að ég sé góð ;)

   Reply

 3. Nanna Says:

  Ég er búin að leita að þessu Gourmet blaði ALLS.STAÐAR! En svo virðist sem að fólkið í hverfinu mínu hafi keypt upp öll heftin :( Ég er mjög svekkt.

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Æjj nei! Það hjálpar væntanlega ekki að segja þér að það er til nóg af því á flugvellinum í Boston? Hmm. Er ekki hægt að panta þetta á netinu? Fjárans ótillitssama fólk í hverfinu þínu að kaupa upp öll heftin!

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: