Hrásalat með rauðkáli og fennel

14/02/2013

Meðlæti

A2Mér finnst hrásalat yfirleitt alltaf alveg rosalega gott. Vissulega er það misgott og heimagert er það auðvitað langbest en ég get alveg borðað tilbúið hrásalat úr dollu ef svo ber undir. Mér finnst samt eiginlega að það ætti að vera annað orð yfir svona gott heimagert salat því orðið hrásalat hefur svo ótrúlega slappa og sjoppulega tengingu. Það er sko ekkert sjoppulegt við þetta salat og þótt ótrúlegt megi virðast þá borðuðum við það í taco með kjúklingi. Það hljómar kannski undarlega að setja hrásalt í tacos en við fengum oft svoleiðis úti í Bandaríkjunum og það er virkilega gott.

Máltíðin var annars mjög einföld. Heilsteiktur kjúklingur, hrásalat, tómatar og avocado í litlum tortilla kökum. Ég prófaði að pensla tortillurnar létt með hvítlauksolíu áður en ég setti þær á heita pönnuna og það var alveg svakalega gott. Ég mæli með því að þið prófið það ef þið eruð í stuði fyrir smá óhollustu :)

A3

Hrásalat með rauðkáli og fennel

1/2 rauðkálshaus
1 fennelhaus
1 rauður chili, fræin fjarlægð
3 msk ferskur kóreander (má sleppa)
1 sítróna, börkurinn raspaður + safinn af helmingnum
1/2 bolli 10% sýrður rjómi
1/2 bolli léttmajones
Salt og pipar

Rífið rauðkál og fennel frekar fínt niður. Auðveldast er að gera þetta með mandólíni en gróft rifjárn virkar alveg líka. Saxið chili og kóreander smátt niður og setjið saman við. Rífið börkinn af sítrónunni og setjið saman við. Kreistið hálfa sítrónuna yfir og setjið svo sýrðan rjóma og léttmajones saman við. Saltið og piprið virkilega vel og hrærið svo öllu saman.

 

Advertisements
, , , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: