Tælensk súpa með fiskibollum

A4

Ég veit ekki hversu oft við hjónin höfum sett okkur það markmið að borða meiri fisk en einhvernveginn vill það dálítið gleymast jafnóðum. Ég skil reyndar ekkert í þessu því mér finnst fiskur virkilega góður þó mér hafi ekki fundist það þegar ég var barn. Það er frekar grátleg tilhugsun núna að ég hafi alltaf fúlsað við ferska fiskinum sem pabbi kom með í soðið en svona kunni ég nú lítið gott að meta.

Ég ákvað að slá margar flugur í einu höggi með máltíð kvöldsins. Hafa fisk í matinn, gera úr honum bollur í tilefni bolludagsins og hafa kvöldmatinn frekar léttan til að bæta upp fyrir allar hinar bollur bolludagsins. Mér fannst nú reyndar þurfa eitthvað meira til að vega upp á móti þeim svo ég hljóp einn hring fyrir mat. Það var rosalega gott að koma örþreytt inn úr kuldanum og hlýja mér á þessari dásamlegu súpu.

A5

Tælensk súpa með fiskibollum
Fyrir 4

500 g fiskihakk (ég notaði ýsu)
6 msk fiskisósa
4 tsk rautt taílenskt karrímauk
Væn lúka ferskur kórender, laufin og stilkarnir
2 límónur
2,5 l vatn
2 teningar kraftur (grænmetis eða fisk)
3 þumlar engifer
4 stór hvítlauksrif
1 laukur
2 stönglar sítrónugras
2 stjörnuanís (eða 2 tsk five spice blanda)
2 msk sojasósa
2 tsk sykur
250 g hrísgrjónanúðlur

Blandið fiskihakki, 2 msk af fiskisósu og 2 tsk af karrímauki saman í skál. Skerið stönglana af kóreandernum og haldið til hliðar. Saxið kóreanderlaufin smátt og setjið saman við fiskinn. Raspið börkinn af báðum límónunum yfir og setjið þær svo til hliðar. Blandið fiskiblöndunni vel saman, myndið litlar fiskibollur með höndunum, setjið á disk með plastfilmu yfir og geymið.

Setjið vatn og kraft í stóran pott og kveikið undir. Fjarlægið hýðið af engifernum, hvítlauknum og lauknum og skerið svo gróft niður. Takið ysta lagið af sítrónugrasinu og skerið það gróft niður. Setjið allt út í pottinn ásamt stjörnuanís og 2 tsk af rauðu karrímauki. Leyfið suðunni að koma upp, lækkið svo hitann og leyfið þessu að malla rólega eins lengi og þið hafið þolinmæði og tíma til. Ég mæli með allavega hálftíma en enn betra er að gefa þessu klukkutíma.

Setjið vatn í annan pott ásamt smá salti og leyfið suðunni að koma upp. Setjið hrísgrjónanúðlurnar út í, lækkið hitann og leyfið þessu að malla í 3 mínútur (eða eftir leiðbeiningum á pakka). Látið vatnið renna af núðlunum og setjið þær svo í skál fyllta með köldu vatni. Þetta stoppar eldunina og varnar því að núðlurnar festist saman.

Sigtið allt grænmetið frá súpunni þannig að hún verði tær. Setjð hana svo aftur í pottinn og hitið aftur. Bætið sojasósu, 4 msk af fiskisósu, sykri og safanum af límónunum tveimur út í. Athugið að nákvæmt magn af þessu fernu fer eftir smekk og þetta þarf að smakka til. Þegar súpan er orðin bragðmikil og góð eru fiskibollurnar settar út í pottinn og þær látnar eldast í súpunni. Þetta ætti aðeins að taka örfáar mínútur.

Setjið hrísgrjónanúðlur í djúpar skálar þ.a. þær fylli uþ.b. 1/3 af skálinni. Ausið súpunni yfir og skiptið svo fiskibollunum jafnt á skálarnar. Gott er að setja saxaðan kóreander yfir og jafnvel rauðan chili ef hann er til.  Berið fram með fiskisósu og lime bátum til að hver og einn geti bragðbætt eftir smekk.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Tælensk súpa með fiskibollum”

 1. kristjanagudjonsdottir Says:

  Ó djíbus en girnilegt! Hérna megin voru bara ‘venjulegar’ fiskibollur og bollur í eftirrétt. Ég held ég þurfi að gera þessa súpu strax á morgun! :)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Mmm venjulegar fiskibollur eru nú ekkert slæmar heldur! Ég fékk einmitt þessar líka fínu fiskibollur í mötuneytinu í dag svo ég er alveg útbolluð :)

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: