Halló Ísland

vinsmokkunÞað hefur nú aldeilis mikið gerst síðan síðast og þá aðallega það að við erum flutt heim til Íslands. Húrra fyrir því!

Eftir að hafa næstum misst vitið við það að pakka húsinu saman þá gekk mjög vel að koma öllu dótinu inn í gám. Við vorum búin að undirbúa okkur vel en satt að segja var það aðallega flutningabílstjóranum að þakka sem var þvílík hamphleypa að ég hef ekki séð annað eins. Hann stóð inni í gámnum, benti okkur á hluti sem hann vildi fá og svo tetrisaði hann þessu öllu saman inn í gáminn þannig að hvergi var auður blettur. Þetta tók einn og hálfan tíma frá upphafi til enda og við vorum honum svo þakklát fyrir hjálpina að við gáfum honum alla peningana okkar í þjórfé.  Það var skrítið að kveðja Vero vitandi að það verða líklega mörg ár þar til við komum þangað aftur en það þýðir ekki að dvelja of mikið við það. Þetta var góður tími en nú tekur annað við :)

Það er annars búið að vera alveg brjálað að gera hjá okkur síðan við komum heim enda fórum við beint í vinnu og höfum verið upptekin flest kvöld við að hitta vini og ættingja. Þar að auki réðumst við í það að taka til í aukaherberginu til að búa til vinnuaðstöðu fyrir Gunnar og einhvernveginn vatt það upp á sig og breyttist í allsherjar tiltekt á íbúðinni og geymslunni. Það sér nú ekki fyrir endann á þeirri vinnu og til að gera þetta allt saman mun skemmtilegra þá höfum við líka orðið fyrir aukagleði eins og að það sprakk á bílnum í Hvalfjarðargöngunum (vei kaupa ný dekk undir bílinn) og að sturtan okkar bilaði (vei búin að vera sturtulaus í viku).

Þó það sé búið að vera dálítið vesen á okkur þá er líka búið að vera mikið stuð. Afmæli, matarboð, bæjarferðir, pubquiz, ráðstefna, ný líkamsrækt, vínsmökkun, vinir, fjölskylda, vinna og allskonar. Það eina sem vantar er að ég fari að elda eitthvað af viti en við höfum satt að segja varla borðað heima síðan við komum til landsins. Ég stefni á að bæta úr því í vikunni :)

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Halló Ísland”

  1. Nanna Says:

    Vei! Ég hlakka til næstu uppskriftarfærslu :) Vonandi gengur ykkur vel að koma ykkur aftur fyrir.

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: