Fimm random hlutir

23/01/2013

Daglegt líf

skull

1. Ég eignaðist nýjan hauskúpuhring um daginn. Mér finnst hann fínn!

2. Flutningarnir eru komnir á það stig að við sofum á gólfinu, kaupum allan mat tilbúinn og einu eldhúsáhöldin sem eru enn uppi við eru tappatogari og hnífur. Það er sko ekki séns að ég komist í gegnum þetta rauðvínslaus. Ég myndi segja að við værum búin að pakka 80% af búslóðinni og ég er að reyna að panikka ekki yfir hinum 20% sem þurfa að pakkast á þremur dögum á meðan við erum bæði í fullri vinnu. Þetta hlýtur að sleppa. Eins og gefur að skilja þá er ég ekki líkleg til mikilla afreka í matarmálum með aðeins tappatogara og hníf að vopni en ég lofa bót og betrun þegar heim er komið.

3. Í flutningunum komst upp um hræðilegt leyndarmál sem mér hafði einhvernveginn tekist að halda frá eiginmanni mínum. Ég á nefnilega við mjög alvarlegt kökudiskavandamál að stríða. Nánar tiltekið er ég haldin fíkn í kökudiska á fæti. Þó Gunnar hafi séð alla diskana áður þá lagði hann ekki saman tvo og tvo fyrr en við vorum að pakka niður og það kom í ljós að ég á fimm svona diska. Ég hef þurft að verjast stöðugum skotum alla vikuna en átti þau svo sem fyllilega skilið. Ástandið versnaði hins vegar í gær þegar ég fór með tengdamömmu í Target og sá guðdómlegasta kökudisk allra tíma sem kostaði bara $20! Hann var auðvitað á fæti, fölbleikur og algjörlega dásamlegur. “KEYPTIRÐU ANNAN KÖKUDISK Á FÆTI?! ÞÚ ÁTT VIÐ ALVARLEGT VANDAMÁL AD STRÍÐA!!!” voru viðbrögðin sem ég fékk þegar heim var komið. Hmmm.

4. Ég er alltaf að uppgötva og enduruppgötva skemmtilegar og fallegar síður. Þessa stundina er ég dálítið ástfangin af þessum þremur:

Camille Styles
Channeling Contessa
Freutcake

5. Þó ég vilji alls ekki viðurkenna að það sé hægt að eiga of mikið af skóm þá gæti ég líklega átt aðeins fleiri pör en ég nauðsynlega þarf. Ég á yfirleitt aðeins eitt nothæft veski og eina nothæfa kápu en finnst svo algjörlega rökrétt að eiga sjötíu pör af skóm (eða hvað þau eru nú mörg, legg ekki alveg í að telja). Þar sem ég er að flytja frá landi hinna ódýru skópara þá stóðst ég auðvitað ekki freistinguna að fjárfesta í tveimur pörum áður en ég flyt til Íslands. Tvö pör! Það telst nú varla með. Eftir að hafa skoðað hvert einasta Chelsea boot sem er til sölu á veraldarvefnum þá endaði ég á mjög hefðbundnu svörtu pari. Ég rak líka augun í þessa flatform skó með gylltum botni og féll alveg fyrir þeim. Nú er ég hætt (í bili).

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

8 Comments on “Fimm random hlutir”

 1. Nanna Says:

  Ó mig hefur langað í kökudisk á fæti í fleiri ár! En diskarnir sem ég fell fyrir kosta alltaf of mikinn pening :/ Kannski ég ætti bara að bregða mér í Target.

  Gangi ykkur annars vel að klára að pakka og flytja! Ég fæ sting í magann þegar ég hugsa til þess að við þurfum að standa í þessu eftir rúmt ár.

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Takk fyrir það! Já þetta er ógeðslega leiðinlegt svo ég get ekkert huggað þig með því að þetta verði ekkert mál :) Varðandi kökudiskana þá hef ég einmitt keypt þá ódýrt í Target og TJ Maxx en ég hef séð nokkra guðdómlega annarstaðar sem ég hef ekki tímt að kaupa.. Uppáhalds diskurinn er reyndar útskorinn glerdiskur sem maðurinn minn keypti í Frúnni í Hamborg á Akureyri (svo hann byrjaði þessa kökudiskavitleysu).

   Reply

 2. Heiða Halls Says:

  Rosa góða ferð heim :)
  Hlakka til að sjá ykkur!!

  Reply

 3. kristjanagudjonsdottir Says:

  Kökudiskar á fæti eru svo fallegir að mér finnst þetta fullkomlega skiljanlegt. Mig hefur langað í svoleiðis heillengi en stoppa mig alltaf af því ég held að það sé svo erfitt að koma þeim fyrir. Sem er samt fáranleg ástæða því það er yfirdrifið skápapláss í Grananum. Kjánaskapur.

  Ég hlakka ógnar mikið til að sjá ykkur heima! :)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Já það verður nú stærsta vandamálið að koma þeim fyrir því það er nú ekkert mesta skápapláss í heimi á Holtinu. Ég veit ekki alveg hvernig ég ætla að koma fimm kökudiskum á fæti fyrir en það er seinni tíma vandamál :) Ég hendi þá bara einhverju öðru!

   Reply

 4. kristjanagudjonsdottir Says:

  Og ps, hver gæti staðist skó með gullsóla? Þeir eru magnífíkó!

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: