Bakaður provolone með tómötum og oregano

17/01/2013

Forréttir

B5

Eins og ég minntist á um daginn þá buðum við vinum okkar í mat um síðustu helgi. Ég er ekki mikið fyrir hefðbundna forrétti þegar ég býð fólki í mat því mér finnst það svo formlegt og það eykur líka flækjustigið í matseldinni. Mér finnst aftur á móti gott að gefa fólki drykk fyrir matinn og setja eitthvað gott á borðið sem fólk getur naslað á með drykknum. Það gefur mér tíma til að klára matinn og gestirnir verða ekki glorhungraðir (eða ennþá verra… þyrstir!) á meðan er beðið eftir matnum. Win win!

Þessi réttur er vægast sagt einfaldur enda í raun bara bráðinn ostur sem við dýfðum svo góðu brauði í. Það er ekki leiðinlegt að geta setið úti í góða veðrinu í janúar og ég á sko alveg pínu eftir að sakna þess :)

B3

B4

037Bakaður provolone með tómötum og oregano

U.þ.b. 200 g provolone ostur eða annar ostur sem bráðnar vel
1 miðlungsstór tómatur, smátt skorinn
1 lítið hvítlauksrif, mjög smátt skorið
1 msk jómfrúrolía
1 tsk oregano
Salt og pipar.

Hitið ofninn í 230°C.

Skerið ostinn niður í bita og setið í lítið eldfast mót.

Blandið tómat, hvítlauki, ólífuolíu, oregano, salti og pipar saman í lítilli skál. Setjið blönduna ofan á ostinn.

Bakið þar til osturinn er bráðinn. Það ættiað taka u.þ.b. 10 mín en fer þó eftir lögun eldfasta mótsins.

Uppskriftin er aðlöguð frá The Best Of Fine Cooking Appetizers.

 

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: