Baka með súkkulaði-ganache, sætum rjóma og ferskum berjum

14/01/2013

Kökur

A11

Við fengum þá góðu hugmynd að bjóða vinum okkar í mat á laugardagskvöldið enda fer að styttast í brottför og ekki mörg tækifæri eftir til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Til að hafa þetta létt og fyrirhafnarlítið þá ákváðum við að bjóða bara upp á hamborgara sem hver setti saman sjálfur eftir eigin höfði. Það er auðvitað fullkomið fyrir mig að bjóða fólki upp á grillaðan mat því eins og sannur karlmaður hefur Gunnar algjörlega yfirtekið alla grillun á heimilinu og það er því minna fyrir mig að gera.

Þó við hefðum ætlað að hafa þetta einstaklega einfalt og auðvelt þá stóðst ég auðvitað ekki mátið að gera eitthvað aðeins meira. Ég gerði því bakaðan ost sem við gæddum okkur á með bjór fyrir matinn (ég segi ykkur betur frá því seinna) og svo auðvitað eftirrétt! Af því ég geri aldrei neitt svona sætt handa mér og Gunnari þá finnst mér heldur betur gaman að nota tækifærið þegar einhver er í mat og búa til fallegan eftirrétt.

Uppskriftin er fengin úr bókinni hennar Joy og hefur þann ótvíræða kost að líta út fyrir að vera mun erfiðari í framkvæmd en hún er. Ef þið eigið bökuform með lausum botni (og ég mæli virkilega með því að fjárfesta í svoleiðis) þá er nákvæmlega ekkert mál að gera þessa fallegu böku.

A10

Baka með súkkulaði-ganache, sætum rjóma og ferskum berjum

Fyrir bökuskelina:

1 1/2 bolli hveiti
1/2 bolli flórsykur
1/2 tsk salt
1/2 tsk kanill
1/4 tsk engifer (kryddið)
113 g ósaltað smjör, kalt
2 stórar eggjarauður

Fyrir súkkulaði-ganache:

225 g dökkt súkkulaði, smátt saxað
1 1/4 bolli (300 ml) rjómi
107 g ósaltað smjör, við stofuhita

Fyrir það sem fer ofan á:

1 bolli (235 ml) rjómi
3 msk flórsykur
1 1/2 bolli af ferskum berjum (ég notaði jarðarber og brómber)

Hitið ofninn í 175°C.

Blandið hveiti, flórsykri, salti, kanil og engifer saman í stórri skál. Skerið smjörið í bita og klípið það saman við þurrefnin með höndunum. Það eiga að vera litlir smjörbitar í blöndunni svo hún verður laus og kornótt.

Bætið næst eggjarauðum út í og vinnið saman við með gaffli. Þetta ætti að koma nokkuð vel saman en verður samt laust í sér. Setjið alla blönduna í bökuform með lausum botni og þrýstið deiginu út og upp hliðarnar á forminu þannig að það sé allt þakið. Setjið bökuformið í frysti (eða ísskáp) í klukkutíma til að leyfa því að kólna. Þetta er mjög mikilvægt skref svo bökuskelin lyfti sér ekki þegar hún er bökuð.

Búið til súkkulaði-ganache á meðan bökuformið er að kólna. Setjið súkkulaðibitana í miðlungsstóra skál. Hellið rjómanum í lítinn pott og hitið að suðu. Hellið helmingnum af heitum rjómanum saman við súkkulaðibitana og leyfið að standa í 1 mínútu. Notið písk til að blanda súkkulaðinu og rjómanum varlega saman. Bætið restinni af rjómanum smátt og smátt út í þar til blandan er orðin slétt og gljáandi. Skerið smjörið í litla bita, bætið því út í og hrærið í með sleikju þar til smjörið bráðnar. Setjið til hliðar og geymið við stofuhita á meðan bökuskelin bakast (sjá athugasemd fyrir neðan)

Smyrjið álpappír og leggið ofan á bökuskelina með smjörhliðina niður. Bakið í 20 mínútur. Takið álpappírinn af og bakið í 10-15 mín eða þar til bökuskelin er gullinbrún. Leyfið bökuskelinni að kólna algjörlega áður en hún er fyllt með súkkulaðiblöndunni.

Þeytið rjóma og flórsykur saman en gætið þess að ofþeyta þó ekki. Dreifið súkkulaði-ganache jafnt yfir kalda bökuskelina. Setjið rjómablönduna ofan á og setjið að lokum ber meðfram rjómanum.

Bakan ætti að geymast í kæli í þrjá daga.

Athugasemdir:

Í upphaflegu uppskriftinni átti bara að vera 1 eggjarauða í bökuskelinni en þar sem deigið kom alls ekki saman með einni eggjarauðu þá bætti ég annari við.

Súkkulaði-ganache á að bíða við stofuhita og þykkna en mitt þykknaði bara ekkert svo ég flýtti fyrir með því að setja það í ísskápinn og hræra reglulega í því til að það þykknaði jafnt.

Uppskriftin er aðlöguð úr bókinni Joy The Baker Cookbook

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: