Mojosalat með hvítlauksrækjum

A4

Ég er væntanlega ekki ein um það að vera að reyna að vinda ofan af ofneyslu jólahátíðarinnar. Hvern hefði grunað að þriggja vikna ofát, ofdrykkja og hreyfingarleysi væri vond hugmynd? Ég er sem betur fer loksins farin að læra það að öfgar henta mér illa og að það virkar ekkert voðalega vel fyrir mig að lifa meinlætalífi svo ég er búin að skipta aðeins um gír án þess að fara í einhverja öfga-nýársheita-ég-ætla-bara-að borða-eggjahvítur-rútínu. Þessa dagana er ég sem sagt að að borða aðeins léttari mat og koma hlauparútínunni í samt lag án þess að neita mér alveg um allan lúxus. Líf án lúxuss er leiðinlegt!

Ég keypti Food Network Magazine í vikunni og var að reyna að finna hugmyndir að einhverjum léttum og fljótlegum hversdagsréttum þegar ég sá girnilega uppskrift að grilluðum rækjum með mojo sósu eftir Aarón Sanchez. Rétturinn uppfyllti þær kröfur að vera léttur og fljótlegur en mér fannst rækjurnar einar og sér ekki alveg nóg sem kvöldmatur svo ég ákvað að breyta þessu í salat og nota mojo sósuna sem dressingu. Þetta var alveg æðislega gott og okkur fannst þetta frábær viðbót í salatuppskriftir heimilisins.

A1

Mojosalat með hvítlauksrækjum
Fyrir 2-3

350 g hráar risarækjur
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
2 1/2 msk ólífuolía
Salt og pipar
1 appelsína, safinn
1/2 tsk súrsaður chili (eða 1/2 ferskur chili), smátt saxaður
1/2 msk dijon sinnep
1 bolli kóreander, saxað
Blandað salat (ég notaði spínat og klettasalat)
1 stórt avocado (eða 2 lítil), skorið í bita
1/2 rauðlaukur, fínt skorinn

Hitið ofninn í 200°C.

Hreinsið rækjurnar ef þær eru í skel. Setjið í skál ásamt hvítlauki og 1/2 msk af ólífuolíu. Saltið og piprið vel og blandið saman. Setjið á ofnskúffu og steikið í ofninum þar til rækjurnar eru rétt eldaðar í gegn (5-8 mín eftir stærð). Kælið.

Blandið appelsínusafa, chili, dijon sinnepi, 2 msk af ólífuolíu og kóreander saman í lítilli skál. Saltið og piprið.

Blandið salati, avocado, rauðlauki, rækjum og sósunni vel saman og berið fram.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

3 Comments on “Mojosalat með hvítlauksrækjum”

  1. Nanna Says:

    Þetta er rosalega girnilegt! Ætlarðu ekki örugglega að halda áfram að blogga eftir að þú flytur heim til Íslands? Mér þætti mjög leiðinlegt ef þú hættir…

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: