Piccata kjúklingur

09/01/2013

Aðalréttir

A2

Þá eru Heiða og Siggi búin að yfirgefa okkur og við hjónin aftur orðin tvö í kotinu. Það varir reyndar ekki lengi því tengdamamma kemur til okkar á föstudaginn og ætlar að vera í 10 daga. Það verður víst síðasta heimsóknin af mörgum hingað til okkar þar sem við erum að flytja heim til Íslands um mánaðamótin! Það er í nógu að snúast fyrir flutningana en ég nenni samt ekki alveg að takast á við það allt saman strax og ætla að vera í afneitun í nokkra daga í viðbót.

Ég var dauðþreytt eftir að hafa skutlað Heiðu og Sigga á flugvöllinn í Orlando í gær en mig langaði samt svo mikið til að elda eitthvað svo það varð að vera fljótlegt og tiltölulega létt. Ég geri oft piccata kjúkling handa okkur Gunnari því það er svo fljótlegt og gott og auðvelt að gera fyrir tvo. Þessi réttur er ekki allra þar sem salt og súrt capersið fer misjafnlega í fólk en ef ykkur finnst capers gott þá lofa ég að ykkur mun þykja þetta gómsætur réttur. Capers-hatarar geta einfaldlega sleppt capersinu, sósan er mjög góð án þess.

Piccata kjúklingur
Fyrir 2

2 litlar kjúklingabringur
2 msk hveiti
3 msk parmesan ostur, fínt rifinn
1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
1 egg
2 msk smjör
1 msk ólífuolía
4 msk capers
2 msk steinselja, gróft söxuð
150 ml hvítvín

Skerið kjúklingabringurnar eftir endilöngu þannig að þær hangi enn saman á lengri hliðinni. Fletjið þær út þannig að þær séu tvöfalt stærri en þær voru áður. Berjið þær að lokum til til svo þær verði jafnþykkar allstaðar.

Setjið hveiti, parmesan ost, salt og pipar á disk og blandið vel saman.

Brjótið egg á disk og þeytið lauslega með gaffli.

Veltið kjúklingabringunum fyrst upp úr hveitiblöndunni, svo egginu og að lokum aftur upp úr hveitiblöndunni.

Bræðið 1 msk af smjör og ólífuolíu á stórri meðalheitri pönnu. Setjið kjúklingabringurnar á pönnuna og steikið án þess að hreyfa mikið við þeim þar til þær eru orðnar gullinbrúnar. Snúið þeim þá við og steikið á hinni hliðinni. Gætið þess að pannan sé ekki of heit því þá verður húðunin of dökk áður en bringurnar eldast í gegn. Þetta ætti að taka u.þ.b. 5-7 mínútur. Setjið kjúklingabringurnar á disk og látið til hliðar.

Bætið capers, hvítvíni og steinselju út á pönnuna. Skrapið upp allt brúnt af pönnunni og látið það blandast saman við sósuna. Sjóðið niður um u.þ.b. helming og blandið svo 1 msk af smjöri saman við. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og berið fram.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: