Smurbrauð með roastbeef, tartarsósu og kartöfluflögum

07/01/2013

Brauð, Daglegt líf

IMG_3088

Gleðilegt nýtt ár! Það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu vikur enda fórum við til Íslands yfir jólin og vorum á miklum þeytingi allan tímann. Við komum hingað aftur út milli jóla og nýárs og tókum þau Heiðu og Sigga vini okkar með okkur svo það hefur orðið smá framlenging á jólastuðinu.

Áramótin voru dálítið öðru vísi en vanalega enda vorum við bara fjögur og hér er ekki skotið upp neinum flugeldum svo þetta stefndi allt í að verða með rólegra móti. Áramótamaturinn var einfaldur en virkilega góður. Í forrétt voru lókal risarækjur með hvítlauki, lime og kóreander, í aðalrétt var heilsteikt ribeye á beini með sætkartöflumús og salati og í desert var heimagerður pekanhnetu- og súkkulaðiís með heitri súkkulaðisósu og espressó makkarónu. Með þessu drukkum við rauðvín og auðvitað ótæpilegt magn af kampavíni eins og tilheyrir á áramótunum.

B1

Við horfðum á skaupið á netinu, dönsuðum Gangnam style (ég sagði að við hefðum drukkið mikið kampavín!), kíktum í áramótapartý við sundlaugarbakkann á hótelinu hennar Gloriu Estefan og enduðum kvöldið á því að labba berfætt heim í flæðarmálinu. Þetta endaði sem sagt á því að vera algjörlega frábært gamlárskvöld :)

B2

Ég sá svo góða hugmynd að roastbeef smurbrauði í Donna Hay Magazine og þar sem við áttum til afganga af nautakjötinu þá ákvað ég að búa til mína eigin útgáfu af þessu girnilega smurbrauði. Það hljómar kannski pínu undarlega að borða smurbrauð með kartöfluflögum en það virkar!

Smurbrauð með roastbeef, tartarsósu og kartöfluflögum
Fyrir 4 sem hluti af stærri máltíð

1/2 bolli léttmajones
3 tsk capers (eða smátt saxaðar súrar gúrkur)
3 vorlaukar, smátt saxaðir
2 msk graslaukur, smátt saxaður
1/4 bolli steinselja, smátt söxuð
1 msk milt edik (t.d. eplacideredik eða hvítvínsedik) eða smá sítrónusafi
Salt og pipar
4 sneiðar ósætt rúgbrauð
8 þunnar roastbeef sneiðar
12-16 góðar kartöfluflögur (ég notaði Kettle með salti og pipar)

Blandið léttmajonesi, capers, vorlauki, graslauki, steinselju og ediki saman. Saltið og piprið nokkuð vel.

Setjið 1-2 msk af sósu á hverja rúgbrauðssneið. Leggið 2 roastbeef sneiðar fallega ofan á hverja sneið og þar næst 3-4 kartöfluflögur. Skreytið með steinselju.

Advertisements
, , , , , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: