Jóladraumar

13/12/2012

Daglegt líf

shoesÆtli það sé ekki fjarlægðinni og heimþránni að kenna en ég er búin að vera alveg óð í allt jólatengt síðustu vikur. Það er sérstaklega óhentugt þar sem við ætlum heim til Íslands um jólin svo allt jólastúss hérna úti hefur verið algjörlega tilgangslaust. Á Facebook tala allir um að baka, skreyta og fara á jólatónleika en ég sit bara úti í sólinni og læt mig dreyma um kuldann og myrkrið heima á Íslandi. Já ég geri mér grein fyrir því að það hljómar undarlega. Sem betur fer erum við að koma heim til Íslands núna á sunnudaginn og þá ætla ég gjörsamlega að demba mér í jólagírinn. Ég efast um að það verði mikið bakað en ég geri bara ráð fyrir því að ég geti gætt mér á annara manna bakstri þetta árið. Í tilefni jólaæðisins þá koma hérna nokkrir jólalegir hlutir sem hafa heillað mig í jóladagdraumunum.

1. Við fórum í Williams Sonoma um daginn (ég elska þá búð) og þar var verið að gefa smakk af piparmyntuberki sem búðin selur alltaf fyrir jólin. Vá hvað hann var góður! Mér skilst að margir hafi reynt að líkja eftir þeirra útgáfu en fáum tekist. Hér má finna aðeins öðruvísi útgáfu af piparmyntuberki sem mér líst gríðarlega vel á.

2. Mig dreymir um þessar piparmyntubrownies. Ég gæti starað á myndirnar af þeim í marga klukkutíma (og hef kannski gert það hehemm).

3. Við fórum í Crate & Barrel um síðustu helgi (önnur búð sem ég elska) og þar keypti ég þessa jólakertastjaka. Þeir eru virkilega fallegir og vandaðir svo mér fannst $30 fyrir einn stóran og einn lítinn alls ekki hátt verð.

4. Það er fátt betra en heitt súkkulaði og mér finnst maður alveg mega fá sér smá á aðventunni.  Auðvitað er klassískt heitt súkkulaði gert úr Síríus suðusúkkulaði alltaf gott en ég held að það væri góð tilbreyting að prófa þetta heita súkkulaði með saltaðri karamellu. Namm.

5. Eftir að hafa keypt rauðan jólakjól sem ég endaði svo á að skila þá fannst mér ég verða að finna annan í staðinn. Á endanum fann ég kjól í Macy’s sem er brúnn og gylltur og nokkuð fullkominn. Ég þurfti auðvitað að finna mér jólaskó í stíl við kjólinn og eftir að hafa mátað fjögur mismunandi pör fimm sinnum hvert (ég held að Gunnar hafi verið farinn að skammast sín fyrir mig) þá endaði ég á þessum hér. Ég er kannski eins og risi í þeim en algjörlega fabulous risi.

6. Eftir að hafa freistast til að fá mér biscotti í bakaríinu um daginn þá fékk ég þá flugu í höfuðið að mig langaði til að gera mitt eigið biscotti. Ég skoðaði fullt af uppskriftum og var komin í startholurnar þegar ég ákvað að það væri ekki sérlega gáfulegt að baka hrúgu af biscotti viku fyrir Íslandsferð. Þessar voru líklegastar á listanum enda dálítið jólalegar.

7. Mér hefur þótt alveg hræðilegt að hafa engan aðventukrans enda hef ég alltaf haft aðventukrans á heimilinu þó það fari oft lítið fyrir öðru jólaskrauti. Vanalega hef ég haft grenikrans en núna bíður mín heima þessi fallegi Rosendahl aðventukrans sem tengdaforeldrar mínir gáfu mér í jólagjöf í fyrra. Ég get ekki beðið eftir að kveikja á honum þegar við komum heim.

8. Í fyrra bakaði ég sörur og lakkrístoppa fyrir jólin en ef ég hefði verið heima á Íslandi þá hefðu þessar hveitilausu smákökur pottþétt bæst á listann.  Ég get eiginlega ekki horft á þær án þess að fá óstöðvandi löngun í súkkulaði og kókos.

Þetta er allt og sumt í bili. Sjáumst á Íslandi!

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Jóladraumar”

  1. Erla Þóra Says:

    Óóó þessir skóóóór!

    Hlökkum annars agalega mikið til að sjá ykkur! :D

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: