Linguini með rækjum og hvítlauki

04/12/2012

Aðalréttir

B2

Við höfum verið í mikið í því upp á síðkastið að borða eitthvað mjög fljótlegt. Gunnar vinnur frameftir flesta daga svo þegar ég sæki hann í vinnuna erum við yfirleitt orðin alveg vitstola af hungri. Fljótlegt, fljótlegt, fljótlegt er þess vegna málið og ég er alltaf að reyna að upphugsa eitthvað sem er mjög fljótlegt en mjög gott. Mér finnst nefnilega tilgangslaust að borða mat ef hann er ekki mjög góður. Ég man þegar ég var krakki og var eitthvað lítið spennt fyrir bjúgunum hennar mömmu þá sagði hún “maður getur ekki bara borðað það sem er gott” sem ég skildi bara alls ekki og geri ekki enn. Ég skil reyndar núna að henni sjálfri þótti bjúgu góð og þurfti að reyna að friða heimtufreka dótturina sem snéri upp á nefið þegar þau voru borin á borð :)

Við borðum ekki mjög oft pasta en um daginn fékk ég mjög sterka löngun í pasta með rækjum sem er einmitt rosalega fljótlegt. Ég fékk reyndar algjört nostalgíukast fyrir vikið því ég eldaði þennan rétt ósjaldan á föstudagskvöldum þegar ég var einhleyp og bjó á Freyjugötunni. Það var eitthvað stórkostlegt við að láta það eftir mér í lok vinnuvikunnar að splæsa í risaækjur, opna vínflösku bara handa sjálfri mér og njóta matarins í rólegheitum áður en ég fór út í föstudagsfjörið. Nú er föstudagsrétturinn grilluð nautasteik svo ég er augljóslega ekki einhleyp lengur!

B1Ein ábending sem ég hef varðandi ferskar kryddjurtir og það er varðandi það hvernig er best að geyma þær. Ég var alltaf í veseni með þetta og fannst svo mikil synd að þurfa að henda rándýrum kryddjurtum þangað til ég las einhverstaðar um alveg frábæra leið til að geyma þær. Lausnin er sem sagt að geyma kryddjurtirnar í vatni inni í ísskáp og hafa poka utan um þær. Það getur verið nestispoki eða lítill glær grænmetispoki og það er nóg að bregða honum bara yfir glasið. Ég hafði reynt að setja kryddjurtirnar í vatn og láta þær standa á ýmsum stöðum í ísskápnum en þær entust aldrei fyrr en ég fór að setja pokann yfir. Það svínvirkar!

B3

Linguini með rækjum og hvítlauki
Fyrir 2

250 g linguini (eða spaghetti)
1 msk ólífuolía
Klípa af þurrkuðum chili
300 g ósoðnar risarækjur
6 hvítlauksrif, smátt söxuð
100 ml hvítvín
1 eggjarauða
1 sítróna (börkurinn fínt rifinn + safinn af helmingnum)
1 lúka steinselja, söxuð
1/2-1 bolli parmesan ostur, rifinn frekar gróft
Pipar

Hitið vel saltað vatn í stórum potti. Setjið pastað út í vatnið þegar það sýður, lækkið hitann og sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

Hitið ólífuolíu á stórri pönnu ásamt klípu af þurrkuðum chili. Steikið rækjurnar upp úr olíunni þar til þær eru farnar að vera bleikar en ekki alveg eldaðar í gegn. Bætið þá hvítlauknum út í og steikið aðeins lengur. Hellið hvítvíni og safanum úr hálfri sítrónu út á pönnuna, leyfið því aðeins að sjóða niður og fjarlægið svo pönnuna af hitanum.

Setjið eldað pastað á pönnuna ásamt eggjarauðu og megninu af steinseljunni, parmesan ostinum og sítrónuberkinum. Myljið svartan pipar saman við, blandið öllu vel saman og stráið að lokum smáræði af steinselju og parmesan osti yfir pastað.

 

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

One Comment on “Linguini með rækjum og hvítlauki”

  1. Fjóla Dögg Says:

    Mmmmmm girnó

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: