Fimm hlutir sem gleðja mig

29/11/2012

Daglegt líf

5. Það styttist óðfluga í jólaheimferð og þar með í jólaklippinguna sem ég á pantaða 17. des. Ég hef ekki farið í klippingu og lit síðan ég var heima á Íslandi í sumar og hárið á mér er algjör skelfing. Ég er að spá hvenær ég hætti að vera með rót og byrji að vera með svona ombre hár eins og svölu krakkarnir. Er ekki bara málið að setja á sig rauðan varalit og himinháa hæla og worka bara rótina? Úff…

4. Svo ég tali enn einu sinni um hlaup þá náði ég því markmiði í gær að hlaupa 10 km! Ég hef einu sinni á ævinni hlaupið 10 km áður en það var á milli jóla og nýárs árið 2010. Það telst nú samt varla með því ég gerði það á hlaupabretti og var nærri dauða en lífi þegar ég var búin. Í gær gerðist þetta eiginlega alveg óvart og ég var bara í frekar góðum gír þegar ég var búin svo ég er ansi sátt við sjálfa mig. Það er öllu verra að mér lá svo á að skutla Gunnari í vinnuna að ég steingleymdi að teygja eftir hlaupið svo núna er ég með frekar svakalegar harðsperrur í lærunum :)

3. Við erum búin að taka virkilega góðan skurk í jólagjafainnkaupum sem er mikill léttir. Við hættum okkur í mollið um síðustu helgi en þá var “Black Friday” sem er mesti útsöludagur ársins hérna. Við fórum nú samt ekki fyrr en seinnipartinn á föstudeginum og svo aftur á laugardeginum en þá var allt brjálæðið búið og bara góður afsláttur í gangi. Nú á ég “bara” eftir fjórar gjafir mín megin í fjölskyldunni og Gunnar annað eins.

2. Talandi um útsölur þá enduðum við auðvitað á því að kaupa okkur dálítið af fötum um helgina enda eiginlega ekki annað hægt þegar allt er á svona góðu verði. Ég fékk t.d. gallabuxur á $25 og dásamlegan dökkbláan blazer með svörtum satín “lapels” (finn ekki íslenska orðið í höfðinu í augnablikinu). Til að bæta gráu ofan á svart þá var ég einu sinni sem oftar að skoða Urban Outfitters síðuna um helgina og rakst á þennan gullfallega vængjaða blazer. Uhhmm já hann er kominn hingað heim. Ég vona að þið haldið ekki að ég eigi við alvarlegt vandamál að stríða þegar kemur að fatakaupum því ég myndi miklu frekar kalla það vægt vandamál. Eða eitthvað þannig.

1. Við erum að fara til Orlando á morgun á tónleika og um leið að hitta bæði fjölskyldu og vini en það finnst mér nú vel af sér vikið í einni ferð. Of Monsters And Men eru að spila í Orlando annað kvöld svo við fáum að sjá aðeins framan í elsku Nönnu eftir allt of langan tíma. Það er þó ekki allt og sumt heldur er Sóley að hita upp og með henni trommar hann Jón Óskar stórvinur minn svo við fáum að hitta hann líka! Ég hlakka alveg rosalega til að hitta þau bæði og líka bara að fara á tónleikana sem ég veit að verða stórkostlegir eins og alltaf hjá þeim. Við ætlum að gista í Orlando og gera svo eitthvað sniðugt í borginni á laugardaginn. Ég get ekki beðið.

 

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

3 Comments on “Fimm hlutir sem gleðja mig”

 1. Krissa Says:

  OK, í fyrsta lagi: jakkinn er guðdómlegur! :O

  Í öðru lagi: algjörlega ekki alvarlegt vandamál. Í versta falli vægt.

  Í þriðja lagi: 10 km eru rosalega margir metrar. Sérstaklega ef maður hyggst hlaupa þá! Mon dieu, til hamingju með árangurinn!

  Fourth: Ég öfunda þig allsvakalega af því að vera næstum búin með jólagjafir en þó enn meira af væntanlegri unaðshelgi í Orlando með ofurtónleikum, vinahittingi og skemmtilegheitum.

  Cinquième: hjá mér er opinberlega kominn 30. nóvember og þ.a.l. eru ‘bara’ 16 dagar í ykkur. Skavííít! Niðurtalninginn er í fullum gangi :)

  Reply

 2. Krissa Says:

  …og já, heita lapels ekki boðungar á íslensku? :)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Jú boðungar, takk! Djís stundum þá finn ég bara ekki orðin mín.

   Já og 16 dagar eru EKKERT! Ég verð komin heim í jólaknúsið áður en við vitum af ;)

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: