Kartöflubaka með geitaosti og timjan

Ekki nóg með að ísskápurinn hafi verið hálffullur af afgöngum eftir þakkargjörðarhátíðina heldur innihélt hann líka hráefni sem ég keypti fyrir boðið en endaði svo á að nota ekki. Þið sem þekkið mig vitið kannski að ég á það til að missa mig aðeins þegar kemur að matarboðum en ég stoppaði mig af í þetta sinn, fækkaði réttum, einfaldaði og þáði með þökkum að gestirnir hjálpuðu til. Batnandi mönnum er best að lifa og allt það :)

Ég átti sem sagt allskonar hráefni í ísskápnum sem komst ekki á veisluborðið eða ég notaði bara hluta af. Kartöflur, geitaostur, gruyére ostur, serrano hráskinka, kúrbítur, smjördeig, timjan, pekanhnetur og trönuber voru allt eitthvað sem varð eftir og í gær reyndi ég pússla saman einhverjum réttum til að nýta þetta allt. Í þessum töluðu orðum er ég með kúrbítsbrauð með pekanhnetum og trönuberjum í ofninum (sjáum til hvernig það fer!) og í gær ákvað ég að gera þessa einföldu böku með kartöflum, geitaosti og timjan.

Eins og allar svona smjördeigsbökur þá er þessi baka gríðarlega einföld. Það er eiginlega svindl hvað það er auðvelt að búa til svona fallega böku og möguleikarnir eru endalausir (þið munið kannski eftir þessari frá því í sumar). Ég bjó til létt salat úr klettasalati, parmesan, jómfrúrolíu, sítrónusafa, salti og pipar til að borða með. Þetta er fullkomið sem léttur kvöldmatur og góð leið til að nota afgang af soðnum kartöflum ef þið eigið þá til.

Kartöflubaka með geitaosti og timjan
Fyrir 4

400 g kartöflur
250 g smjördeig
100 g mjúkur geitaostur
1 msk jómfrúrolía
1-2 msk ferskt timjan
Salt og pipar

Hitið ofninn í 200°C.

Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru rétt svo eldaðar í gegn. Leyfið þeim að kólna.

Fletjið smjördeigið lítillega út þannig að það sé u.þ.b. 30×20 cm stórt. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og deigið þar ofan á.

Setjið litlar klípur af geitaostinum jafnt yfir smjördeigið en skiljið þó eftir u.þ.b. 2 cm kant allan hringinn.

Þegar kartöflurnar hafa kólnað skerið þær þá varlega niður í frekar þunnar sneiðar og leggið yfir geitaostinn.

Kryddið kartöflurnar með timjan og góðu magni of salti og pipar. Dreifið ólíuolíu yfir.

Bakið í ofninum í u.þ.b. 10-15 mínútur eða þar til hliðarnar á bökunni eru orðnar gylltar og hafa lyft sér vel.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

Trackbacks/Pingbacks

  1. Nutella- og perubaka | Lúxusgrísirnir - 18/04/2013

    […] hef áður minnst á það hversu fáránlega einfalt er að gera eitthvað fallegt og gómsætt með smjördeigi án nokkurar […]

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: