Grillaður túnfiskur með klettasalati

Eins og ég hef minnst á áður þá er ég mikill aðdáandi henner Inu Garten en uppskriftirnar hennar eru virkilega einfaldar og virka alltaf. Um daginn gaf hún út bókina Barefoot Contessa Foolproof og ég varð auðvitað að kaupa hana um leið og hún kom út. Þessi bók lítur svo ótrúlega vel út að mig langar að prófa allt í henni en það fyrsta sem ég prófaði var uppskrift að sikileyskum sverðfiski. Þar sem ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af sverðfiski og mér leist þar að auki ekki nógu vel á þann sem var til í búðinni þá notaði ég túnfisk í staðinn. Þetta var algjörlega frábær léttur kvöldverður.

Grillaður túnfiskur með klettasalati
Fyrir 2

1 msk ferskur sítrónusafi + fínt rifinn börkur af 1 sítrónu
1/8 bolli jómfrúrolía
1 tsk ferskt oregano eða 1/2 tsk þurrkað oregano
Klípa af chiliflögum
Sjávarsalt og nýmulinn svartur pipar
2 170-200 g túnfisksteikur, u.þ.b. 1,5 cm þykkar
80 g klettasalat

Kveikið á grillinu (eða grillpönnu) og látið verða mjög heitt.

Til að gera sósuna þeytið saman sítrónusafa, jómfrúrolíu, oregano,  chiliflögum, 1 tsk salti og 1 tsk svörtum pipar. Setjið til hliðar.

Saltið og piprið fiskinn þegar grillið er orðið heitt. Grillið í 2 mínútur á annari hliðinni og svo 1-2 mínútur á hinni hliðinni. Fiskurinn ætti ekki að vera eldaður alla leið í gegn. Setjið fiskinn á disk, stingið göt í hann með gaffli og hellið sítrónusósunni yfir hann. Setjið álpappír yfir fiskinn og leyfið honum að standa í 5 mínútur.

Setjið fiskinn á tvo diska, setjið klettasalatið ofan á og hellið svo sósunni af fiskinum yfir. Dreifið rifnum sítrónuberki yfir.

Athugasemdir:

Í upprunalegu uppskriftinni átti að vera 1/2 msk af salti í sósunni en auk þess átti að salta fiskinn bæði fyrir og eftir grillun. Ég er nú mikið fyrir salt en mér fannst rétturinn allt of saltur svo ég dró úr saltmagninu.

Uppskriftin er aðlöguð úr bókinni Barefoot Contessa Foolproof eftir Inu Garten.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

One Comment on “Grillaður túnfiskur með klettasalati”

  1. Krissa Says:

    Mmm girnilegt!

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: