Fimm hlutir sem gleðja mig

19/11/2012

Daglegt líf

1. Stebbi bróðir og Ásthildur dóttir hans voru í heimsókn hjá okkur í síðustu viku og það var alveg æðislegt að hafa þau hjá okkur. Þau fóru heim seinnipartinn á laugardaginn svo við ákváðum að nýta laugardaginn í það að fara öll saman í Universal garðinn í Orlando áður en þau færu heim. Mér hefur þótt tilhugsunin um svona skemmtigarða alveg nett óspennandi en ég verð að viðurkenna að þetta var alveg æðislega gaman. Við byrjuðum daginn á því að fara í svo hræðilegan rússíbana að ég hélt í alvöru á tímabili að ég væri að deyja (sjá hérna). Öllu skemmtilegra fannst mér að fara í vatnstækin og verða gegndrepa! :)

2. Talandi um ferðina okkar til Orlando þá fórum við í DSW á bakaleiðinni til að skipta stígvélum sem ég pantaði. Munið þið þegar ég var að láta mig dreyma um þessi? Já ég pantaði þau auðvitað en þau voru ekki svo frábær þegar á hólminn var komið. Í staðinn fékk ég þessi hérna í brúnu og ég er ástfangin af þeim. Veðrið hérna er meira að segja farið að vera það gott (lesist kalt) að ég á eftir að geta notað þau strax.

3. Ég veit ég talaði um hlaup síðast en ég er í alvörunni að elska það að vera farin að hlaupa aftur. Nú er ég í fyrsta sinn á ævinni komin með hlaupafélaga því hún Dísa vinkona mín er farin að hlaupa með mér. Það er bæði miklu skemmtilegra að hafa einhvern að tala við á hlaupunum því þá líður tíminn hraðar og svo hvetjum við hvora aðra áfram. Við förum út þrisvar í viku og ég er farin að hlaupa hraðar en ég hef nokkru sinni gert áður. Það er svo ótrúlega gaman að vera að bæta mig í nánast hverju einasta hlaupi.

4. Það er búið að opna nýtt franskt bakarí hérna í Vero sem er með stjarnfræðilega betra brauð og bakkelsi en hefur fengist hér áður. Það er kannski ekki svo gott fyrir mig sem borða helst ekki brauð eða bakkelsi en aðalmálið hjá mér er kaffið. Almáttugur minn hvað kaffið er gott hjá þeim. Skásta kaffið hérna var áður hjá Starbucks og það lýsir kaffiástandinu vel því ég er ekki aðdáandi þunna sullsins sem boðið er upp á þar.

5. Síðast en ekki síst þá er þakkargjörðarhátíðin á fimmtudaginn! Við ætlum að bjóða vinafólki okkar í mat og erum búin að fjárfesta í einum fögrum fugli sem fyllir nánast út í ísskápinn. Núna er aðalmálið  að reyna að ákveða hvaða meðlæti og desert ég ætla að gera enda er það eiginlega aðalmálið. Þið megið alveg búast við allavega einni þakkargjörðarlegri uppskrift hérna á næstunni.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

One Comment on “Fimm hlutir sem gleðja mig”

 1. ingunnogsiggi Says:

  1. Alltaf gaman að fá gesti í heimsókn
  2. Gordjöss stígvél!
  3. Big like á hlaup….þarf sjálf að fara að hlaupa aftur.
  4. Gott inná milli ;)
  5. Slef……….

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: