BLT salat

14/11/2012

Aðalréttir, Salat

Í ljósi þess að mér finnst salat ekkert sérstaklega spennandi matur þá er dálítið merkilegt hvað ég borða mikið af því. Fær einhver í alvöru óstjórnlega löngun í salat? Sem betur fer læt ég höfuðið stundum ráða hvað fer ofan í mig þó maginn vilji annað svo ég borða frekar mikið af salati. Þetta salat er reyndar algjört svindl því ekki nóg með að það innihaldi beikon heldur eru beikonfeiti í dressingunni. Beikon gerir bara allt betra!

BLT salat
Fyrir 3

6 beikonsneiðar, skornar í bita
1 msk beikonfeiti
1 tsk dijon sinnep
1 tsk hvítvínsedik
Salt og pipar
1/2 grillaður kjúklingur, rifinn niður í mátulega bita (ég keypti hann tilbúinn)
120 g blönduð salatlauf
250-300 g kirsuberjatómatar
1 avocado, skorið í bita

Steikið beikonið á pönnu þar til það er orðið stökkt. Takið það til hliðar en haldið 1 msk af beikonfeiti á pönnunni.

Pískið sinnepi, hvítvínsediki, salti og pipar saman við beikonfeitina.

Setjið kjúkling, salatlauf, kirsuberjatómata og avocado í skál. Hellið dressingunni yfir og blandið vel saman. Færið yfir á disk og dreifið beikoni yfir.

Hugmyndin að salatinu er fengin úr bókinni Nigella Kitchen.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “BLT salat”

  1. Fjóla Dögg Says:

    mmmmm beikonfeiti…. ég notaði beikonfeiti í pizzasósu um daginn og það var svakalega gott. Og nei, það grípur mig nánast aldrei óstjórnleg löngun í salat.

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: